Skip to main content
Alzheimerkaffi

Norrænir vinadagar í Kalmar

kalmar

Nokkrar systur úr Árbæjarklúbbi sóttu norræna vinadaga í Kalmar í lok sept. 2022. Yfirskrift fundarins var „Women Work Wellbeing – Gender equality and peace“. Fundinn sóttu 240 systur frá 13 löndum og komu 47 systur frá Íslandi. 

Fjölbreytt dagskrá var í boði, utan fundastarfa, farið var í skoðunaraferðir um Kalmar og Öland og að lokum var snæddur hátíðarkvöldverður í hinum 800 ára gamla Kalmar kastala. 

Upp úr stóð mikilvægi þess að rækta tengsl innan sambandsins og taka þátt á heimsvísu ekkert síður en á landsvísu. Verið er að vinna að sömu málaflokkum í klúbbum um heim allan og gott að fá innsýn í þau mikilvægu verkefni sem eru í gangi. 

 

 

September 2022

sept2

Það var gott að hittast að loknu sumarleyfi þann 12. september. Til fundarins mættu 27 systur og eftir tendrun kerta og lestur hvatningar og markmiða minnstust systur látinnar systur, Unnar Magnúsdóttur, með mínútu þögn. 

Margt þurfti að ræða og fór formaður yfir efni forsetabréfs. Rætt var um verkefni en klúbburinn styrkti unga stúlku í Sierra Leone, ljósmyndanema, og fengum við að sjá afrakstur hennar vinnu. Hún tók að sér að taka myndir fyrir dagatal sem gefið verður út fyrir árið 2023. Afar mikið úrval af fallegum myndum sem velja þarf úr.

Í lok fundarins flutti Arna Hrönn Egó erindi sitt þar sem hún sagði sína sögu sem hreyfði við öllum sem á hlýddu. 

Landssambandsfundur í Ólafsvík

 

Systur í Árbæjarklúbbi voru duglegar að mæta á landssambandsfund í Ólafsvík 23. apríl 2022. Alls 16 systur mættu til fundarins sem er rétt um 40% félaga. Við erum stoltar af því hversu margar áttu heimangengt til að láta sig starf landssambandsins varða. Það er líka svo gaman að vera saman og kynnast systrum úr öðrum klúbbum. 

Systur í Snæfellsnesklúbbi áttu veg og vanda að skipulagi og fórst það afar vel úr hendi. Við Árbæjarsystur þökkum kærlega fyrir okkur ❤

Blómasala fyrir páskana

 

Árbæjarklúbbur var með blómasölu fyrir páskana í fjáröflunarskyni. Boðið var upp á gula túlípana, 10 stk. í hverjum vendi sem seldir voru á kr. 3.000,-

Óhætt er að segja að salan hafi gengið vel því heildarsala var vel á fjórða hundrað vendir. Afhending fór fram 7. apríl og ljóst að gulir túlípanar prýða nú heimili margra velunnara klúbbsins og kunnum við þeim öllum bestu þakkir fyrir að styðja Soroptimista til góðra verka. 

Á myndinni má sjá Valborgu, formann klúbbsins, við afhendingu blómanna í vorsólinni í aprílbyrjun.

Njótið páskahelgarinnar og gleðilega páska.

 tulip33

 

 

Jólafundur 2021

skemmtinefnd

 

Árbæjarsystur héldu sinn jólafund desember. Skemmtinefndin hélt vel utan um undirbúning og var margt til gamans gert. Gómsætur matur var á borðum, ungir dansarar stigu dans, sönghópur söng jólalög, lesin var jólasaga og jólaljóð flutt, auk hefðbundinna fundarstarfa. Konur voru svo leystar út með gjafapokum sem í var glaðningur frá velviljuðum fyrirtækjum. Eins og hefðin bauð sameinuðust systur í söng í lok fundar og sungu inn jólin með Heims um ból.
Gleðilega hátíð 🎄❤