Menntunarsjóður kvenna
Soroptimistaklúbbur Árbæjar styrkir Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar um 500.000 kr. á ári í 3 ár. Klúbburinn vildi efla menntun kvenna, til að þær kæmust úr fjötrum fátæktar. Þær konur sem fá þessa styrki eru oft 3ja kynslóð ómenntaðra kvenna sem hafa eingöngu aðgengi að láglaunastörfum.
Með árlegu vinkvennakvöldi Soroptimistaklúbbs Árbæjar hefur safnast góður sjóður sem við nýtum í þetta verkefni. Fyrsta árið, 2017, kom formaður sjóðsins, Guðríður Sigurðardóttir og kynnti verkefnið, tilgang þess og árangur fram til þessa, fyrir soroptimistakonum og gestum þeirra.