Skip to main content

Alzheimerkaffi

Klúbburinn okkar samþykkti að taka þátt í að sjá um Alzheimerkaffi sem haldið er mánaðarlega fyrir alzheimersjúklinga og aðstandendur þeirra í Hæðargarði. Vel gekk og hafði Guðrún Helga náð í gott bakkelsi frá velunnurum sem vildu styrkja starfið. Svo margir klúbbar eru að taka þátt að hver klúbbur mun sjá um einn fund á ári. Gott og gefandi eins og allt sem tengist störfum Soroptimista.

Hér fyrir neðan er mynd að okkar konum sem áttu veg og vanda af kaffinu í þetta sinn. Þær voru reyndar sex talsins en á myndina vantar Kristínu Höllu. Frá vinstri talið eru þetta þær Kristjana, Guðrún Helga, Valborg, Svanhildur og Guðrún Gunnarsd.

alzheimerkaffi