Skip to main content

Desember 2023

des23.1
 
Jólafundur Soroptimistaklúbbs Árbæjar var haldinn 11. desember í Kríunesi (Hótel Kríunes) sem er í útjaðri Reykjavíkur. Fallegur staður í alla staði sem vert er að heimsækja.
Þar sem jólin eru á næsta leiti þá sagði Hildur Jónsdóttir frá því hvernig jólalagið Jólin alls staðar varð til þar sem foreldrar hennar eru höfundar lags og texta. Falleg, lifandi og dásamleg frásögn.
Embla Backmann rithöfundur var með bókakynningu og las upp úr bókinni sinni Stelpur stranglega bannaðar! Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar og hlaut hún tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki barna- og ungmennabóka. Spennandi, fyndin og skemmtilega saga um Þórdísi og hennar uppátæki.
Við lok fundar frumflutti Guðrún Helga Bjarnadóttir jólaljóð eftir eiginmann sinn. Fallegt og hugljúft ljóð sem skyldi hlustandann eftir með tilhlökkun til jólanna.
Guð gefi ykkur öllum gleðileg jól.
 
des23