Um klúbbinn

Soroptimistaklúbbur Árbæjar var stofnaður 18. október 1980 og var þar með 8. soroptimistaklúbbur landsins ásamt Bakka- og Seljaklúbbnum sem stofnaður var sama dag. Stofnfélagar voru 18 konur og eru 9 stofnfélagar enn starfandi í klúbbnum sem í dag telur alls 35 systur.

Árbæjarklúbburinn fundar annan mánudag í hverjum mánuði í safnaðarheimili Árbæjarkirkju.

Heiðursfélagar klúbbsins eru Kristín Sjöfn Helgadóttir, Guðrún Kristinsdóttir og Dóra Petersen.

Aðal fjáröflun klúbbsins er vinkvennakvöld sem haldið er í mars hvert ár. Vinkvennakvöldið er skemmtikvöld með góðum mat, skemmtiatriðum og happdrætti og síðustu ár hafa rúmlega hundrað konur mætt og hefur verið safnað fyrir hinum ýmsu málefnum tengt konum.

Aðrir fastir liðir í klúbbnum okkar er að aðstoða kirkjuna í fermingarmessum. Þá sjáum við systur um að taka á móti fermingarbörnum þegar þau koma í kirkjuna, klæða þau í kirtlana og ganga svo frá kirtlunum eftir messu.

Einnig sjáum við um kaffi í kirkjunni eftir messu á uppstigningardag sem er dagur aldraðra.

Við höfum haft það sem fastan lið á haustönn að fara í vinnustaðaferð og hefur þá einhver úr klúbbnum boðið systrum á sinn vinnustað.

Síðan er vorferðin okkar alltaf vinsæl og gott að enda starfsárið með góðri ferð út úr bænum.

Við eigum lítinn lund í Árbænum sem við tókum við sem mel en systur plöntuðu trjám sem nú eru orðin stór. Síðasti fundur hvers starfsárs er í lundinum okkar þar sem tekið er til hendinni og lundurinn snyrtur.

Árbæjarklúbbur hefur haldið þrjá landsambandsfundi: 1983, 1995 og 2008.

Stofnfélagar sem enn eru starfandi í klúbbnum eru Dóra Petersen, Erla Friðriksen, Guðfinna Jóhannsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Guðrún Kristinsdóttir, Katrín Ágústsdóttir, Kristín Sjöfn Helgadóttir, Sigurlaug Kristjánsdóttir og Unnur Magnúsdóttir.

Núverandi formaður er Svanhildur Árnadóttir.