Jólaaðstoð

Soroptimistaklúbbur Árbæjar hefur í mörg ár styrkt mæður og ung börn þeirra, auk fullorðinna eldri kvenna í Árbæjarhverfi með peningagjöf fyrir hver jól. Þörfin er mikil og hefur það sýnt sig að hún hefur ekki farið minnkandi. Fyrst um sinn sinntum við eingöngu einstæðum mæðrum með matarkörfum, en höfum undanfarin 3 ár einnig styrkt einstæðar konur á öllum aldri, óháð því hvort börn eru á heimilinu eða ekki.
Í dag er það þannig að Klúbburinn kaupir inneignakort af versluninni Krónunni og hefur verslunin gefið okkur 4 inneignarkort á móti, sem við afhendum sóknarpresti Árbæjarsóknar, sem kemur kortunum til þeirra er mest þurfa.
Markmid1 Markmid2 Mardkmid3 Markmid10 Markmid12

Jólaaðstoð 2019 - skýrsla verkefnastjóra