Fyrstu 1000 dagarnir
Soroptimistaklúbbur Árbæjar keypti bókina "Fyrstu 1000 dagarnir - barn verður til", eftir Sæunni Kjartansdóttur og fékk til liðs við sig Heilsugæslu Árbæjar og starfsfólk og eiganda Árbæjarapóteks sem tóku að sér að afhenda bækurnar til þeirra kvenna sem eru að eiga sitt fyrsta barn eða sem ljósmæður telja að þurfi frekari upplýsingar og aðstoð til að efla þær í móðurhlutverkinu. Einnig til að gera þeim kleift að fræðast um meðgöngu, fæðingu og fyrstu ár barnsins.
Yfir 100 mæður hafa nú þegar fengið bókina afhenda og lýstu ljósmæður yfir ánægju sinni með verkefnið.