Skip to main content

Fyrstu 1000 dagarnir

1000dagar2 
Soroptimistaklúbbur Árbæjar keypti bókina "Fyrstu 1000 dagarnir - barn verður til", eftir Sæunni Kjartansdóttur og fékk til liðs við sig Heilsugæslu Árbæjar og starfsfólk og eiganda Árbæjarapóteks sem tóku að sér að afhenda bækurnar til þeirra kvenna sem eru að eiga sitt fyrsta barn eða sem ljósmæður telja að þurfi frekari upplýsingar og aðstoð til að efla þær í móðurhlutverkinu. Einnig til að gera þeim kleift að fræðast um meðgöngu, fæðingu og fyrstu ár barnsins. 
Yfir 100 mæður hafa nú þegar fengið bókina afhenda og lýstu ljósmæður yfir ánægju sinni með verkefnið.

Mardkmid3 Markmid4 Markmid5 

 Fyrstu 1000 dagarnir - skýrsla verkefnastjóra

BellaNet - hópastarf fyrir stúlkur í félagsmiðstöðvum

Þar sem  býður Blátt áfram stúlkum upp á námskeið  Heimasíða verkefnisins í Svíþjóð er http://www.bellanet.se/en/
Stúlkur á Norðurlöndum verða í síauknum mæli fyrir kynferðislegri áreitni. Soroptimistaklúbbur Árbæjar ákvað að aðstoða félagsmiðstöðina í Árbæ með styrkupphæð upp á 50.000 kr. til að nota fyrir starfsmenn til að sækja leiðbeinendanámskeið hjá samtökunum Blátt áfram, sem býður upp á námskeið í styrkingu á sjálfsmynd og sjálfsvirðingu ungra stúlkna.  Í dag stýra starfsmenn félagsmiðstöðvarinnar hópum unglingsstúlkna frá 13 ára aldri, efla þær og stuðla að aukinni sjálfsvirðingu og draga úr áhættuþáttum er varðar heilsu, heilbrigði, kynheilbrigði, áfengi og önnur vímuefni.
Mardkmid3 Markmid4 Markmid5

BellaNet - skýrsla verkefnastjóra

Jólaaðstoð

Soroptimistaklúbbur Árbæjar hefur í mörg ár styrkt mæður og ung börn þeirra, auk fullorðinna eldri kvenna í Árbæjarhverfi með peningagjöf fyrir hver jól. Þörfin er mikil og hefur það sýnt sig að hún hefur ekki farið minnkandi. Fyrst um sinn sinntum við eingöngu einstæðum mæðrum með matarkörfum, en höfum undanfarin 3 ár einnig styrkt einstæðar konur á öllum aldri, óháð því hvort börn eru á heimilinu eða ekki.
Í dag er það þannig að Klúbburinn kaupir inneignakort af versluninni Krónunni og hefur verslunin gefið okkur 4 inneignarkort á móti, sem við afhendum sóknarpresti Árbæjarsóknar, sem kemur kortunum til þeirra er mest þurfa.
Markmid1 Markmid2 Mardkmid3 Markmid10 Markmid12

Jólaaðstoð 2019 - skýrsla verkefnastjóra

Menntunarsjóður kvenna

Menntun1Soroptimistaklúbbur Árbæjar styrkir Menntunarsjóð Mæðrastyrksnefndar um 500.000 kr. á ári í 3 ár. Klúbburinn vildi efla menntun kvenna, til að þær kæmust úr fjötrum fátæktar. Þær konur sem fá þessa styrki eru oft 3ja kynslóð ómenntaðra kvenna sem hafa eingöngu aðgengi að láglaunastörfum.
Með árlegu vinkvennakvöldi Soroptimistaklúbbs Árbæjar hefur safnast góður sjóður sem við nýtum í þetta verkefni. Fyrsta árið, 2017, kom formaður sjóðsins, Guðríður Sigurðardóttir og kynnti verkefnið, tilgang þess og árangur fram til þessa, fyrir soroptimistakonum og gestum þeirra. 
Markmid1 Mardkmid3 Markmid4 Markmid5 Markmid8 Markmid10

Menntunarsjóður - skýrsla verkefnastjóra

Stuðningur við barn

Soroptimistaklúbbur Árbæjar hefur árlega styrkt eitt barn í SOS barna þorpi á Indlandi til menntunar og betri lífs. Með þessari aðstoð stuðlum við að auknu jafnrétti til handa stúlkum á Indlandi þar sem menntun er undirstaða betra lífs.
Stúlkan sem naut góðs af verkefninu, Shawo Tsomo, er mjög þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið frá Íslandi. Það hefur gert henni kleift að mennta sig. Hún er nú í sjálfstæðri búsetu á stúdentagörðum og stefnir á að ljúka hjúkrunarnáminu innan 2ja ára.
Markmid1 Markmid2 Mardkmid3 Markmid4 Markmid5 Markmid8 Markmid10

SOS barn - skýrsla verkefnastjóra