Vinkvennakvöld Árbæjarklúbbs

Soroptimistaklúbbur Árbæjar hélt sitt árlega vinkvennakvöld 16. mars s.l. í Fylkishöllinni. Þemalitur kvöldsins var appelsínugulur. Að vanda var vel mætt eða um 130 konur. Ágóði kvöldsins rann til Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar. Ætlunin er að styrkja þennan sjóð næstu þrjú árin en þessi sjóður sér um að aðstoða ungar konur til að hefja nám á ný.  Guðríður Sigurðardóttir formaður sjóðsins kom og kynnti starfsemi sjóðsins fyrir gestum.

Veislustjóri var Svanhildur Árnadóttir og var dagskrá kvöldsins fjölbreytt. Eftir borðhald þar sem konur gæddu sér að veitingum frá Eldhúsi Sælkerans komu ungir söngvarar frá Tónlistarskóla Garðabæjar, happdrættið var á sínum stað og í lokin kom Hera Björk Þórhallsdóttir og tók nokkur lög við mikinn fögnuð viðstaddra.