Skip to main content

Nóvember 2022

nov.22
Nóvemberfundur Árbæjarsystra var haldinn þann 14.nóvember. Að venju var fjölbreytt dagskrá auk hefðbundinna fundarstarfa. Sigrún hljóp í skarðið sem fundarstjóri i fjarveru bæði formanns og varaformanns. Gott að eiga vanar konur að þegar slikt gerist.
Sextán daga átakið gegn ofbeldi sem er framundan var rætt. Við munum vera með blómasölu líkt og fyrri ár og seljum appelsínugular nellikur sem verða afhentar 24.nóvember. Einnig flutti Ragna Björg erindi um ofbeldi sem hreyfði við okkur öllum.
Jensey var síðan með hressilegt egó erindi og við kynntumst henni betur. Síðast en ekki síst var tekin inn ný systir, sem Helga Hrönn kynnti fyrir okkur. Hún heitir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir og bjóðum við hana velkomna í hópinn. Alltaf jafn gaman að taka við nýjum félögum.
Næsta fund mun skemmtinefndin skipuleggja í aðdraganda jólanna og við erum strax farnar að hlakka til.