Skip to main content
Alzheimerkaffi

Janúar 2023

margrét.jan23

Við fengum góðan gest til okkar á janúarfundinn. Það var hún Margrét Kjartansdóttir sem kom í heimsókn og sagði frá sínu lífi á Indlandi og sýndi litskrúðugar og skemmtilegar myndir af mannlífinu þar sem hún bjó á árunum 2013 til 2019. Eftir erindið sýndi hún og seldi okkur hágæða ullar- og silkiskjöl frá Indlandi en 20% af andvirði sölu kvöldsins fór til klúbbsins. Þær sem vilja skoða meira geta farið inn á https://indversksjol.is/

 

sjol.jan23

Desember 2022

des1

Það var góð mæting á jólafund Árbæjarklúbbs en 36 systur voru mættar. Skemmtinefndin átti veg og vanda að undurbúningi. Maturinn kom frá Sælkerabúðinni, gjafir voru á borðum frá velunnurum og Petrína prestur flutti hugvekju. Góður tími gafst einnig fyrir spjall og samveru sem er alltaf mikilvægt. Fundarstörfin voru á sínum stað. Fjáraflanir haustsins hafa gengið vel og tók Petrína við Krónukortum frá klúbbnum sem prestarnir munu koma til kvenna í hverfinu sem á þurfa að halda fyrir jólin. Síðan var sungið saman í lok fundar. Yndisleg samvera og hátíðleg. Gleðileg jól ❤️

Nóvember 2022

nov.22
Nóvemberfundur Árbæjarsystra var haldinn þann 14.nóvember. Að venju var fjölbreytt dagskrá auk hefðbundinna fundarstarfa. Sigrún hljóp í skarðið sem fundarstjóri i fjarveru bæði formanns og varaformanns. Gott að eiga vanar konur að þegar slikt gerist.
Sextán daga átakið gegn ofbeldi sem er framundan var rætt. Við munum vera með blómasölu líkt og fyrri ár og seljum appelsínugular nellikur sem verða afhentar 24.nóvember. Einnig flutti Ragna Björg erindi um ofbeldi sem hreyfði við okkur öllum.
Jensey var síðan með hressilegt egó erindi og við kynntumst henni betur. Síðast en ekki síst var tekin inn ný systir, sem Helga Hrönn kynnti fyrir okkur. Hún heitir Eva Dögg Sigurgeirsdóttir og bjóðum við hana velkomna í hópinn. Alltaf jafn gaman að taka við nýjum félögum.
Næsta fund mun skemmtinefndin skipuleggja í aðdraganda jólanna og við erum strax farnar að hlakka til.
 
 

Alzheimerkaffi

Klúbburinn okkar samþykkti að taka þátt í að sjá um Alzheimerkaffi sem haldið er mánaðarlega fyrir alzheimersjúklinga og aðstandendur þeirra í Hæðargarði. Vel gekk og hafði Guðrún Helga náð í gott bakkelsi frá velunnurum sem vildu styrkja starfið. Svo margir klúbbar eru að taka þátt að hver klúbbur mun sjá um einn fund á ári. Gott og gefandi eins og allt sem tengist störfum Soroptimista.

Hér fyrir neðan er mynd að okkar konum sem áttu veg og vanda af kaffinu í þetta sinn. Þær voru reyndar sex talsins en á myndina vantar Kristínu Höllu. Frá vinstri talið eru þetta þær Kristjana, Guðrún Helga, Valborg, Svanhildur og Guðrún Gunnarsd.

alzheimerkaffi

Október 2022

 hlaturjoga3

Á október fundinum við Þorstein Gunnar Bjarnason frá Gleðismiðjunni til að fara með okkur í hláturjoga.
Það var alveg frábært! Fórum í alls konar leiki og æfingar og fengum hvert hláturkastið á
fætur öðru. Alltaf gaman að gera eittvað öðruvísi og fara aðeins út fyrir kassann. Við höfðum sannarlega gott af því.