Skip to main content

1000 Fyrstu dagarnir

 1000dagar

Bókin 1000 fyrstu dagarnir eftir Sæunni Kjartansdóttir er bók fyrir verðandi foreldra um foreldrahlutverkið og þroska og þarfir ungabarna frá getnaði og fyrstu 2 árin í lífi barns. Klúbburinn okkar hefur í samstarfi við ljósmæður í mæðravernd Árbæjar og Árbæjarapótek gefið öllum verðandi mæðrum sem eiga von á sínu fyrsta barni þessa bók. Við hófum þetta verkefni í lok árs 2017 og gáfum síðustu bókina í byrjun þessa árs. Á þessum 3 árum höfum við gefið 360 bækur. Finnst okkur verkefnið samræmast vel hugmyndafræði soroptimista.