Skip to main content

Dyngjan.

Nýlega gaf klúbburinn okkar 600.000 kr. til Dyngjunnar sem er áfangaheimili fyrir konur sem eru að fóta sig út í lífið aftur eftir áfengis- og vímuefnameðferð. 14 konur geta búið í Dyngjunni á hverjum tíma og eru sumar þessara kvenna með börn með sér. Dyngjan veitir konum allan þann stuðning sem þær þurfa fyrir breyttan lífstíl, heimilisöryggi og vernd fyrir utanaðkomandi áreiti. Þetta er í annað sinn sem klúbburinn okkar styrkir Dyngjuna.