Landssambandsfundur í Ólafsvík

 

Systur í Árbæjarklúbbi voru duglegar að mæta á landssambandsfund í Ólafsvík 23. apríl 2022. Alls 16 systur mættu til fundarins sem er rétt um 40% félaga. Við erum stoltar af því hversu margar áttu heimangengt til að láta sig starf landssambandsins varða. Það er líka svo gaman að vera saman og kynnast systrum úr öðrum klúbbum. 

Systur í Snæfellsnesklúbbi áttu veg og vanda að skipulagi og fórst það afar vel úr hendi. Við Árbæjarsystur þökkum kærlega fyrir okkur ❤