Skip to main content

Norrænir vinadagar í Kalmar

kalmar

Nokkrar systur úr Árbæjarklúbbi sóttu norræna vinadaga í Kalmar í lok sept. 2022. Yfirskrift fundarins var „Women Work Wellbeing – Gender equality and peace“. Fundinn sóttu 240 systur frá 13 löndum og komu 47 systur frá Íslandi. 

Fjölbreytt dagskrá var í boði, utan fundastarfa, farið var í skoðunaraferðir um Kalmar og Öland og að lokum var snæddur hátíðarkvöldverður í hinum 800 ára gamla Kalmar kastala. 

Upp úr stóð mikilvægi þess að rækta tengsl innan sambandsins og taka þátt á heimsvísu ekkert síður en á landsvísu. Verið er að vinna að sömu málaflokkum í klúbbum um heim allan og gott að fá innsýn í þau mikilvægu verkefni sem eru í gangi.