Skip to main content

September 2022

sept2

Það var gott að hittast að loknu sumarleyfi þann 12. september. Til fundarins mættu 27 systur og eftir tendrun kerta og lestur hvatningar og markmiða minnstust systur látinnar systur, Unnar Magnúsdóttur, með mínútu þögn. 

Margt þurfti að ræða og fór formaður yfir efni forsetabréfs. Rætt var um verkefni en klúbburinn styrkti unga stúlku í Sierra Leone, ljósmyndanema, og fengum við að sjá afrakstur hennar vinnu. Hún tók að sér að taka myndir fyrir dagatal sem gefið verður út fyrir árið 2023. Afar mikið úrval af fallegum myndum sem velja þarf úr.

Í lok fundarins flutti Arna Hrönn Egó erindi sitt þar sem hún sagði sína sögu sem hreyfði við öllum sem á hlýddu.