Menntunarsjóður mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur

madrastyrksnefnd

Klúbburinn okkar fór í fjáröflun um páskana með sölu á gulum túlipönum. Salan gekk mjög vel og var ákveðið að ágóðinn af sölunni færi til menntunarsjóðs mæðrastyrksnefndar en við höfum styrkt þennan sjóð undanfarin 3 ár. Sjóðnum er ætlað að styrkja tekjulágar konur til menntunar svo að þær eigi betri möguleika á góðu framtíðarstarfi.