Skip to main content
Alzheimerkaffi

Júní 2023

 

juni 23Við áttum góða stund í Heiðmerkurlundinum í júní. Eins og kunnugt er tökum við nú við umsjón hans af Bakka- og Seljaklúbbi sem skilar sannarlega af sér fínu búi. Svo snyrtilegt og fínt allt þarna. Við höfðum með okkur veitingar, gengum aðeins um svæðið og áttum góða stund saman á þessum yndislega stað. Þarna er gróðursælt og skjólgott. Þarna er heldur betur notalegt að staldra við. Nú tökum við höndum saman Árbæjarsystur og sinnum lundinum vel og höldum áfram því góða starfi sem þarna hefur verið unnið síðustu ár 💚🌿

juni233

Dagur aldraðra

mai23Hefð hefur verið fyrir því að Árbæjarklúbbur ber veg og vanda að kaffiveitingum í messu sem tileinkuð öldruðum á uppstigningardegi. Þetta er alltaf ánægjulegt og gefandi verkefni, þar sem klúbbsystur skipta með sér að útvega veitingar, flestar útbúa þær sjálfar, og einnig að standa vaktina á meðan á kaffisamsætinu stendur. 

mai233

Apríl 2023

hopur.apr23
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Aprílfundurinn var haldinn 17. apríl í Höfuðstöðinni, Rafstöðvarvegi 1a, sem er svo að segja í næsta nágrenni við árbæinn.  Höfuðstöðin er lista- og menningarhús í gömlu kartöflugeymslunum í Elliðaárdalnum. Þar er staðsett til frambúðar listaverkið Chromo Sapiens eftir Hrafnhildi Arnardóttur / Shoplifter sem við munum skoða sýningu á. Fundurinn var með hefðbundnu sniði en maturinn var framreiddur af eldhúsin Höfuðstöðvarinnar og svo fengum við að skoða sýninguna. Mjög gaman að bregða sér af bæ og funda á nýjum stöðum. 
 
hofudstod.april23

Blómasala fyrir páskana

 

mars23blom

Að venju vorum við með blómasölu fyrir páskana. Við vorum með gula túlípana sem gengu vel út. Blómasölunni hefur alla jafna verið vel tekið og reynst okkur ábatasöm fjáröflun. Svo er líka svo gaman að dreifa svona fallegum blómum um borg og bý. 

mars23bl

Febrúar 2023

febb

Á febrúarfundinum tókum við inn nýja systur, Sólveigu Ingibjörgu Reynisdóttur, sem Arna Hrönn kynnti. Við bjóðum hana velkomna í klúbbinn! Auk þess að færa henni næluna og kertastjakann sagði Valborg formaður stuttlega frá klúbbnum okkar og Soroptimistasambandinu.

Margrét Lilja Vilmundardóttir prestur í Fríkirkjunni í Hafnarfirði hélt erindi um sjálfsmildi. Einstaklega fallegt þar sem m.a. kom fram að við megum ekki gleyma að elska okkur sjálfar, þá er auðveldara að elska aðra og að takast á við miserfið verkefni.

feb1