Jólafundur 2021

skemmtinefnd

 

Árbæjarsystur héldu sinn jólafund desember. Skemmtinefndin hélt vel utan um undirbúning og var margt til gamans gert. Gómsætur matur var á borðum, ungir dansarar stigu dans, sönghópur söng jólalög, lesin var jólasaga og jólaljóð flutt, auk hefðbundinna fundarstarfa. Konur voru svo leystar út með gjafapokum sem í var glaðningur frá velviljuðum fyrirtækjum. Eins og hefðin bauð sameinuðust systur í söng í lok fundar og sungu inn jólin með Heims um ból.
Gleðilega hátíð 🎄❤