Skip to main content
Alzheimerkaffi

Handverkskonur í Sierra Leone.

Soroptimistaklúbbur Árbæjar hefur undanfarin 2 ár stutt við handverks konur í Sierra Leone. Þær hafa gert það á þann hátt að kaupa af þeim handgerðar töskur og skartgripi og selt öðrum systrum á Íslandi. Konurnar hafa nýtt þessi nýju viðskipti með því t.d. að kaupa sér saumavél, yfirleitt fótsnúna því rafmagn er af skornum skammti, menntað börnin sín og notið þess að hanna nýjar vörur fyrir okkur.

Nýjasta afurðin í ár eru grímurnar. Það er hún Martha, 26 ára, ein af 11 systkinum, sem hannaði og saumaði grímurnar. Fyrstu grímurnar voru saumaðar í höndunum en eftir fyrstu pöntun gat hún keypt sér saumavél. Martha deilir herbergi með 4 öðrum saumakonum og -manni. Martha getur nú í fyrsta sinn stutt 2 bræður sína til mennta og hefur hún sett sér það markmið að styðja öll systkini sín svo þau fái tækifæri til að komast í skóla. Einnig hefur hún áform um að leigja sitt eigið húsnæði til að vinna í.

Martha

Klúbburinn í Árbæ er stoltur af þessu verkefni og viljum við hvetja aðrar systur til að skoða vörurnar okkar frá Sierra Leone á heimasíðunni okkar. Við sendum hvert á land sem er. Allur ágóði sölunnar fer í að styrkja systur okkar í Afríku.

Guðrún Helga Bjarnadóttir verkefnastjóri

Fyrsti fundur eftir sumarfrí.

Fyrsti fundur eftir gott sumarfrí var haldinn 14. september s.l.  Mjög gaman að hittast og spjalla saman. Vegna Covid var ákveðið að sleppa hlaðborði og fengum við súpu og brauð frá Fylgifiskum sem vakti mikla lukku.

Guðrún Helga var með grímur frá Sierra Lione til sölu, 500 kr stykkið. Þetta er mesta tískuvara ársins 2020. Einnig vorum við með golfboltana okkar og minningarkortin til sölu.

Fyrirlesari kvöldsins var Snjódrífan Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, 46 ára 4ra barna móðir frá Bíldudal, og henni til aðstoðar var Anna Sigríður Arnardóttir. Sirrý er forsprakki 11 kvenna hóps sem þveruðu Vatnajökul s.l. sumar til styrktar Krafti og LÍF.

Sirrý greindist með krabbamein, fyrst 2010 þar sem meðferðin gekk mjög vel, og svo aftur 2015 sem var henni mikið áfall og mjög erfitt fyrir hana. Hún fékk einungis 1-3 ár í lífslíkur en vegna óbilandi hugrekki með jákvæðni og von í fyrirrúmi er hún orðin hrein.  Einstaklega skemmtilegur og fræðandi fyrirlestur.

Snjodrifur1Snjodrifur2

Systur hittast aftur eftir langt hlé.

Árbæjarsystur höfðu fund 11 maí s.l., eftir langt hlé vegna Covid. Mikið var gaman að hittast aftur og spjalla. Við fengum mat frá Lemon og féll það í góðan jarðveg.
Fyrirlesari kvöldsins var Guðrún Ellen Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur á lungnadeild Lsh í Fossvogi. Hún sagði okkur frá sínum vinnudegi þegar faraldurinn stóð sem hæst í lok mars. Hún sýndi okkur klæðnaðinn sem starfsfólk þurfti að klæða sig í til þess að verjast veirunni. Hún klæddi sig í búninginn og sagði okkur svo hve mikilvægt væri að fara rétt úr þessum hlífðarfötum aftur.
Ein systir, Halldóra Ingjaldsdóttir dressaði sig upp í búninginn líka 😊
Næsta verkefni og lokaverkefni vorannar verður vorferð í júní.

Gleðilegt sumar🌞

Covid1 Covid2 Covid3 Covid4 Covid6

#Roðagyllum heiminn#

OrangeTheWorld3Systur í Árbæjarklúbbi taka þátt í alheimsátakinu "orangetheworld" eða "Roðagyllum heiminn".
Þetta alheimsátak stendur yfir í 16 daga og er ákall um að enda kynbundið ofbeldi gegn konum og stúlkum um allan heim.

Klúbburinn stóð fyrir sölu á appelsínugulum rósum og var ágóðinn 96.000 kr. sem fer til þurfandi kvenna í Árbæjarhverfi.

Nýjar systur

Nyjar Systur 2019Á síðasta fundi, þ. 14. október, voru 3 nýjar systur vígðar í klúbbinn. Það voru þær Jóhanna Kr. Steingrímsdóttir, Ragna Björg Guðbrandsdóttir og Stefanía Birna Arnardóttir. 

Alltaf gaman að fá öflugar og flottar konur í þennan frábæra hóp og bjóðum við þær hjartanlega velkomnar.

Á myndinni eru, talið frá vinstri, Jóhanna, Sigrún (formaður), Ragna Björg, Guðrún Helga, Stefanía og Svanhildur.