Systur hittast aftur eftir langt hlé.
Árbæjarsystur höfðu fund 11 maí s.l., eftir langt hlé vegna Covid. Mikið var gaman að hittast aftur og spjalla. Við fengum mat frá Lemon og féll það í góðan jarðveg.
Fyrirlesari kvöldsins var Guðrún Ellen Halldórsdóttir hjúkrunarfræðingur á lungnadeild Lsh í Fossvogi. Hún sagði okkur frá sínum vinnudegi þegar faraldurinn stóð sem hæst í lok mars. Hún sýndi okkur klæðnaðinn sem starfsfólk þurfti að klæða sig í til þess að verjast veirunni. Hún klæddi sig í búninginn og sagði okkur svo hve mikilvægt væri að fara rétt úr þessum hlífðarfötum aftur.
Ein systir, Halldóra Ingjaldsdóttir dressaði sig upp í búninginn líka 😊
Næsta verkefni og lokaverkefni vorannar verður vorferð í júní.
Gleðilegt sumar🌞