Fyrsti fundur eftir sumarfrí.

Fyrsti fundur eftir gott sumarfrí var haldinn 14. september s.l.  Mjög gaman að hittast og spjalla saman. Vegna Covid var ákveðið að sleppa hlaðborði og fengum við súpu og brauð frá Fylgifiskum sem vakti mikla lukku.

Guðrún Helga var með grímur frá Sierra Lione til sölu, 500 kr stykkið. Þetta er mesta tískuvara ársins 2020. Einnig vorum við með golfboltana okkar og minningarkortin til sölu.

Fyrirlesari kvöldsins var Snjódrífan Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, Sirrý, 46 ára 4ra barna móðir frá Bíldudal, og henni til aðstoðar var Anna Sigríður Arnardóttir. Sirrý er forsprakki 11 kvenna hóps sem þveruðu Vatnajökul s.l. sumar til styrktar Krafti og LÍF.

Sirrý greindist með krabbamein, fyrst 2010 þar sem meðferðin gekk mjög vel, og svo aftur 2015 sem var henni mikið áfall og mjög erfitt fyrir hana. Hún fékk einungis 1-3 ár í lífslíkur en vegna óbilandi hugrekki með jákvæðni og von í fyrirrúmi er hún orðin hrein.  Einstaklega skemmtilegur og fræðandi fyrirlestur.

Snjodrifur1Snjodrifur2