Skip to main content

Nóvember fjarfundur.

Vel heppnaður nóvemberfundur var haldinn heima hjá Rögnu gjaldkera.  Enn er 10 manna samkomubannn þannig að við mættum 9 til Rögnu og restin var á fjarfundi í gegnum Facebook sem gekk mjög vel.  

Eftir að búið var að kveikja á kertunum þá tókum við inn nýja systur, Elvu Benediktsdóttur, og bjóðum við hana hjartanlega velkomna.

Nokkur erindi voru á fundinum.

  • Rannveig sagði okkur frá áhugaverðu námsleyfi í Róm á vorönn í upphafi heimsfaraldurs.
  • Ragna Guðbrands. sagði okkur frá rauðu ljósunum þar sem við erum að byrja í átakinu okkar "Roðagyllum heiminn".  Hægt er skoða myndböndin þar sem konur segja frá persónulegri reynslu sinni af ofbeldi
    https://www.youtube.com/watch?v=BkH8vC2UnOI
    https://www.youtube.com/watch?v=32uyBW5Ckdw
    Hægt er að finna fleiri myndbönd með því að gúgla "þekktu rauðu ljósin".
  • Ragna Guðbrands. var einnig með EGO-erindi, mjög skemmtilegt og áhugavert erindi.

Við vonumst til að geta haldið jólafundinn okkar hátíðlegan 14.des ef það verður búið að auka fjöldatakmarkanir, krossum fingur :)

ny systirfjarfundurhvatningkerti