• Þórunn heiðursfélagi

  • Norrænir vinadagar 2018

  • Ittoqqortoormiit

Norrænir vinadagar í Svíþjóð

Norrænir vinadagar í Kalmar / Svíþjóð, 22. september til 25. september 2022


Við vorum þrjár úr Akureyrarklúbbnum sem fórum á norræna vinadaga til Kalmar, Arna Rún, Laufey
og Ragnheiður G.. Eiginmennirnir Sigmundur og Árni fengu að fljóta með Örnu og Laufeyju. Ferðin
hófst með flugi frá Akureyri til Kaupmannahafnar. Á Kastrup hittum við hinar íslensku systurnar sem
komu frá Keflavík um svipað leiti. Systur úr Kalmarklúbbnum tóku á móti okkur á flugvellinum og
farið var í rútu til Kalmar. Þegar þangað var komið skráðum við okkur inn á hótelið og á sama stað
gátum við skráð okkur og sótt gögn fyrir ráðstefnuna. Kalmar systur voru búnar að panta fyrir hópinn
kvöldmat á þremur mismunandi veitingarstöðum í nágrenninu. Við Árni völdum að fara á Ítalskan og
hittum þar Catherine Westling leikkonu, sem er okkur góðkunn, hún var með einleiks-leikþátt hjá
okkur á Norrænum vinadögum 2018. Catherine er í Kalmarsklúbbnum og ein aðalsprautan í
undirbúningsnefndinni. Það var gaman að hitta hana aftur og rifja upp fyrri kynni.

Daginn eftir, föstudagurinn, var rólegur við Arna Rún og eiginmennirnir okkar Sigmundur og Árni
fórum í göngutúr og könnuðum nágrennið. Seinnipartinn var síðan skoðurnarferð með
leiðsögumanni um miðborgina. Kalmar er falleg borg með mikla sögu sem gaman var að kynnast. Um
kvöldið var „Frendship evening“ í gömlu leikhúsi - borðað, sungið og dansað og „minglað“.
Á laugardeginum var fundað frá 9 til 16. Þemað var „Women Work Wellbeing – Gender Equality and
Peace“. Mættar voru 240 systur frá 13 löndum og 72 klúbbum. Frá Íslandi var vel mætt 47 systur og
síðan eiginmennirnir okkar tveir. Nokkrir eiginmenn voru með systrum, þeir tóku þátt í öllu nema
fundinum. Fundurinn var hinn ágætasti þar sem talað var um jákvæðni og frið og hvað menntun
kvenna hefur þar mikil áhrif. Í lok fundar buðu fulltrúar frá Danmörku til næstu vinadaga, 2024.
Um kvöldið var veisla í Kalmar kastala sem var reistur fyrir 800 árum, tilkomumikill bæði að innan og
utan og er kastalinn táknmynd Kalmars. Gestum var raðað til borðs og fékk ég og Árni að sitja saman
en Arna og Sigmundur lentu á sitthvoru borðinu. Arna var ánægð með borðfélaga sinn sem var
Carolien Demey forseti SIE, skemmtileg kona og spjölluðu þær mikið, en Sigmundur var ekki eins
heppinn. Maturinn var ágætur og boðið var uppá klassíska tónlist, selló og fiðlu, sem
skemmtiatriði.
Á sunnudeginum fórum við Árni í skipulagða, fjögra tíma, skoðunarferð til Öland. Farið var með rútu
frá Kalmar yfir 6 km laga brú og ekið um suðurhluta eyjarinnar „Stora Alvaret“ sem er á
heimsminjaskrá UNESCO. Leiðsögumaður í okkar rútu var Catherine Westling sem sagði okkur frá
Alvaret sem er kalksteinsslétta og þekkt fyrir margar sjáldgæfar plöntutegundir og fjölskrúðugt
fuglalíf. Öland er vinsæll ferðamannastaður og margar fallegar strendur er á eyjunni. Á miðri leið um
Alvaret var stoppað við gamalt samkomuhús til að matast. Nokkrir eiginmenn tóku á móti okkur og
þjónuðu til borðs. Fengum við bakkamat, kjúkling og meðlæti, mjög vel útilátið, vonandi gátu
húsdýrin í sveitinni borðað afgangana.
Norrænu vinadagarnir sem áttu að vera í Noregi 2020 féllu niður vegna Kórónuveirunnar. Klúbburinn
í Kalmar sá alfarið um fundinn eins og Akureyrarklúbburinn gerði fjórum árum áður. Fékk ég
nokkrumsinnum að heyra hvað það hefði verið gaman á Akureyri og að erfitt væri að ná sama
standard á vinadagana eins og þeir voru á Íslandi.

Kveðja, Laufey G. Baldursdóttir

Jólafundur 2022

Jólafundurinn var hátíðlegur að venju og að þessu sinni var hann haldinn heima hjá Elvu Maríu Káradóttur í Skólastíg 13.  Fyrir utan hin hefðbundnu fundarstörf þá var þessi stund hátíðleg eins og venjulega.  Gómsætar veitingar voru bornar fram og systur í seinnihluta stafrófsins áttu heiðurinn af herlegheitunum.  Við áttum saman notalega stund og rifjuðum upp fallegar jólaminningar frá því að við vorum ungar.
 
Jól221
 
Soroptimistasystur hafa sem sagt fyrir þessi jól gefið rúm 800.000.- þúsund sem að er GEGGJAÐ framtak.
Þessi peningur gefur mörgum von og gleði í hjarta.
 
jól224
 
Jól225
 
Jól226
 
Jól227
 
Jól228
 
 
 

Afhending stykja

10.desember 2022

Fórum í dag fyrir hönd okkar allra og afhentum 600.000.- til Aflsins, Pietasamtakanna og Bjarmahlíðar. Vel var tekið á móti okkur í Gudmans Minde af þeim Sigríði Ástu og Erlu. Þær þökkuðu ofurvel fyrir þessa fallegu gjöf og báðu okkur að skila þakklæti til okkar allra. Vel gert hjá okkur kæru systur við erum öflugar þegar að við tökum saman höndum. 🧡

Afhend5

Afhend2

Afhend3

Afhend1

 

Ljósagangan 2022

Ásthildur og Ingibjörg

Ljósaganga gegn ofbeldi var farin í gær, 1. desember, í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var með logandi kyndla frá Zontahúsinu, Aðalstræti 54, og að Aðalstræti 14 þar sem Bjarmahlíð er til húsa, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman við Zontahúsið og gekk í rólegheitum norður að Bjarmahlíð, með Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra á Akureyri og Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, í broddi fylkingar. Þar hélt Páley tölu; hún hjóp í skarðið fyrir Bjarneyju Rún Haraldsdóttur, teymisstjóra Bjarmahlíðar, sem var auglýst ræðumaður en veiktist.

Ljósag2.jpeg

Að göngunni stóðu Soroptimistaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn hyrna ásamt nemendafélögum Menntaskólans á Akureyri, Hugin, og Verkmenntaskólans á Akureyri, Þórdunu.

 

 

Velheppnuð fjáröflun

Söfnun Soroptimista klúbbs Akureyrar í tilefni 16 daga átaksins ,,Roðagyllum heiminn”.
Átakið hófst 25. nóvember á alþjóðadegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi og lýkur á degi Soroptimista á heimsvísu 10. desember.
Að þessu sinni  leggja soroptimistar áherslu á fræðslu um hvernig koma megi auga á og stöðva ofbeldi í nánum samböndum. Frekari upplýsingar má finna með að skanna QR kóða á meðfylgjandi veggspjaldi.
 
Salan gekk framar öllum vonum og seldum við um 180 búnt af appelsínugulum nellikkum sem að lifðu vel og lengi.
 
Nellikkur
 
Þekktu Rauðu ljósin
 
 

Jólafundur 2021

Jólafundur 14. desember 2021

Haldinn að þessu sinni hjá Debbie í Austurberginu og þökkum henni höfðinglegar móttökur.  

Kveikt á kertum og farið með hvatningu, markmið og það sem að Sorotimistar beita sér fyrir.  Því næst hefðbundin fundarstörf en sérstaklega ánægjulegt að taka inn tvær nýjar systur þær Írisi Björk Gunnlaugsdóttir og Sigrúnu Björk Sigurðardóttir og bjóðum þær hjartanlega velkomnar í hópinn. Einnig var gestur í salnum sem að mögulega verður næsta nýja systir okkar það er hún Kristín Þöll Þórsdóttir og hlökkum til að hitta þær allar aftur.  

Viðtók síðan jólasöngur með undirleik frá Reyni Schiöth þar sem að skemmtinefndin sá um.  Pálínuboðið stóð sannarlega undir nafni eins og á hverju ár, svignaði undan kræsingum.  Fyrri hluti starfrófssins kom með veitingar þetta árið og þökkum þeim fyrir herlegheitin.  

Jólafundur_nr1.jpeg

Jólafundur_nr2.jpeg

Jólafundur_nr_3.jpeg

Jólafundur_nr_4.jpeg

 Jólaf_nr5.jpeg

Jólaf_nr6.jpeg 

Jólaf_nr7.jpeg

Jól_koma.jpeg