Skip to main content
  • Þórunn heiðursfélagi

  • Norrænir vinadagar 2018

  • Ittoqqortoormiit

    Ólöf Þórsdóttir - Heiðursfélagi 2021

    Ólöf heiðursfélagi Margrét Eyfells, Ólöf Þórsdóttir og Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir

    Ólöf Steinnun Þórsdóttir fékk formlega afhent blóm í tilefni að því að hún var gerð að heiðursfélaga þann 21. september s.l. Hún er stofnfélagi í Akureyrarklúbbnum sem var stofnaður 13. febrúar 1982.

    Ólöf fæddist 11. mars 1939 á Bakka í Öxnadal og var bóndi alla tíð. Hún er sannur Soroptimisti og hefur verið virkur félagi lengi og þau ár sem hún var upp á sitt besta og er sú kona sem sótti hvað best fundi þótt hún ætti lengst að fara. Undanfarin ár hefur hún fylgst vel með okkar í starfi þó hún hafi ekki alltaf geta mætt. Hún býr nú með syni sínum Helga þór og sonarsyni, Elmari Darra við Strandgötuna á Akureyri.

    Í mörg ár héldum við systur ávallt maí fundi á Bakka. Þessi fundir voru okkur sérstaklega kærir og ekki voru veitingarnar af verri endanum, þar sem Ólöf galdraði fram krásir og kleinur að líktist helst fermingarveislu.  Meðan Ólöf bjó á Bakka fengum við Akureyrarklúbburinn afnot af landi norðan við bæinn, sem var girt af með aðstoð eiginmanna okkar undir ströngu eftriliti Ólafar, húnpassaði upp á að hver staur stæði rétt. Þarna fórum við í nokkur ár og gróðusettum ýmsar plöntur sem hafa dafnað vel og sést reitturinn vel frá veginum í dag.