Skip to main content
 • Þórunn heiðursfélagi

 • Norrænir vinadagar 2018

 • Ittoqqortoormiit

  Ljósagangan 2022

  Ásthildur og Ingibjörg

  Ljósaganga gegn ofbeldi var farin í gær, 1. desember, í tilefni 16 daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi. Gengið var með logandi kyndla frá Zontahúsinu, Aðalstræti 54, og að Aðalstræti 14 þar sem Bjarmahlíð er til húsa, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

  Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman við Zontahúsið og gekk í rólegheitum norður að Bjarmahlíð, með Ásthildi Sturludóttur bæjarstjóra á Akureyri og Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra á Norðurlandi eystra, í broddi fylkingar. Þar hélt Páley tölu; hún hjóp í skarðið fyrir Bjarneyju Rún Haraldsdóttur, teymisstjóra Bjarmahlíðar, sem var auglýst ræðumaður en veiktist.

  Ljósag2.jpeg

  Að göngunni stóðu Soroptimistaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn hyrna ásamt nemendafélögum Menntaskólans á Akureyri, Hugin, og Verkmenntaskólans á Akureyri, Þórdunu.