Skip to main content

Þórunn heiðursfélagi

Norrænir vinadagar 2018

Ittoqqortoormiit

    Skómessa til styrktar Grænlands verkefni

    Skómessa

    Skómessa á Akureyri
    Soroptimistaklúbbur Akureyrar efndi til skómessu laugardaginn 31.ágúst sl. og hóf þannig fjáröflun sína til styrktar konum sem búsettar eru í litlu þorpi, Ittoqqortoormiit, brothættri byggð á Austur-Grænlandi. Systur, vinkonur þeirra og vandamenn gáfu notaða, skó, slæður, veski og töskur í öllum stærðum og gerðum sem við seldum svo í portinu á Götubarnum og vakti þessi sala mikla athygli. Þar sem Akureyrarvaka var haldin þennan dag, var margt um manninn í bænum og fengum við mikinn fjölda fólks í heimsókn og var salan góð en einnig var áhugi fólks á verkefninu og stöðu þorpsins vakin. 

    Hugmyndin að þessu verkefni varð til fyrir nokkrum árum að frumkvæði systur okkkar, Helenu Dejak, sem á löng og falleg tengsl við þetta litla þorp, Ittoqqortoormiit og býr þar hluta úr ári. Verkefnið er tvíþætt, annars vegar að kenna konum að hreinsa og verka selskinn til að nota í þjóðbúninginn sem aðeins örfáar, jafnvel bara ein kona kann að gera en búningurinn er frábrugðinn þeim sem fólk klæðist á Vesturströndinni  Hins vegar er áhugi á að vinna úr sauðnautsull, en sú ull er einstök í heiminum og aðeins á færi nokkurra Grænlendinga að spinna úr henni þráð til að nota í flíkur og mikilvægt að sú þekking glatist ekki. 

    Ittoqqortoormiit, þorpið sem telur aðeins um 350 íbúa er eitt afskekktasta þorp í heimi, liggur við Scoresbysund á austurströnd Grænlands. Fólksfækkun er hröð og spekilekinn mikill, því skiptir máli að viðhalda þessari þekkingu.  

    Soroptimistaklúbbur Akureyrar horfir til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna við val á þessu verkefni, menntun fyrir alla, nýsköpun og uppbygging, engin fátækt, sjálfbærni og jafnrétti kynjanna. 

    Það sem aflast af peningum fer í að kosta þessa kennara til þess að kenna fleiri ungum og eldri konum til þess að þær verða sjálfbærar í sinni framleiðslu og að þekkingin glatist ekki.

    Skómessa1     Helena og Maria Björk  Eyrún skómessa