Skip to main content
 • Þórunn heiðursfélagi

 • Norrænir vinadagar 2018

 • Ittoqqortoormiit

  16 daga átak

  Soroptimistar segja Nei við ofbeldi
  Éyrún S Ingvadóttir
  Ég heiti Eyrún og er formaður Soroptimistaklúbbs Akureyrar og við ásamt Zontaklúbbunum tveimur, ákváðum að sameina krafta okkar í þessu átaki, „Segjum nei við kynbundnu ofbeldi.“ Sameinuðu þjóðirnar hafa valið daginn í dag 25.nóvember, sem dag vitundarvakningar um útrýmingu kynbundins ofbeldis og markar hann jafnframt upphaf þessa 16 daga átaks gegn ofbeldi og lýkur á mannréttindadegi SÞ, 10.desember sem er jafnframt alþjóðlegur dagur Soroptimista.
  Fyrir ykkur sem ekki vita, þá eru Soroptimistar ekki hluti af soríasissamtökunum, heldur erum við starfsgreinatengd alþjóðleg samtök og eru um 600 konur í 19 klúbbum á Íslandi. Heiti samtakanna okkar er dregið úr latínu, sorores ad optumum, sem þýðir systur sem vinna að því besta eða bjartsýnissystur. Eitt af aðalmarkmiðum Soroptimista í áratugi hefur verið að berjast gegn kynbundnu ofbeldi og við viljum vera málsvarar kvenna, standa með konum og láta rödd kvenna heyrast. 
  Í ár hafa verkefnastjórar og boðunarkonur Soroptimista í 40 löndum í Evrópu tekið höndum saman og hvatt Soroptimistasystur, 34.000 talsins, til að vekja athygli á þessari áralöngu
  baráttu með einhverjum sýnilegum hætti. Því hafa Soroptimistar á Íslandi í dag birt á FB síðum sínum roðagylltar myndir með textanum „Roðagyllum heiminn, soroptimistar segja
  NEI við ofbeldi. Nú fleira sem klúbbar hafa gert til að gera baráttuna sýnilegri er t.d. að hvetja fyrirtæki og stofnanir til að roðagylla byggingar, það hafa verið tekin viðtöl við konur, bæði í dagblöðum og í sjónvarpi og við hér á AK, erum í dag að selja appelsínugula trefla og rennur ágóðinn af sölunni til Aflsins .
  Að lokum langar mig gefa ykkur nokkrar staðreyndir um ofbeldi gegn konum:
   
   35% allra kvenna í heiminum munu upplifa ofbeldi. Á sumum svæðum eru það allt að 7 af hverjum 10
   Meira en 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki bannað
   200 milljónir kvenna í dag hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi
   Og svo bara núna í vikunni bárust fréttir frá Frakklandi að 150 konur þar, hafa verið myrtar af eiginmönnum sínum bara á þessu ári.
   
  Að lokum gleðifregn; mig langar að segja ykkur að í dag mun forseti Soroptimistasambands Íslands afhenda Konukoti 2 milljónir króna frá Soroptimistum á Íslandi.

  16 daga átak       ESI og MBI