Skip to main content

Þórunn heiðursfélagi

Norrænir vinadagar 2018

Ittoqqortoormiit

    Jólakökur með bókaútburð

     

    Síðasta bókasending fyrir jól

    Jólakökur

    Líkt og ávallt mun smá glaðningur fylga með frá okkur Soroptimistasystrum og að þessu sinni eru það smákökur.

    Kær kveðja frá Beggu og Bryndísi í bókasendingarnefnd🎄

    Grænlandsverkefni áframhald

    Síðasta myndir frá Lone Anders Madsen í Ittoqqortoormiit - Október 2020

    Dogsskin2skin3skin4

    Bókaútburður 2020-2021

    Í bókanefnd eru:  Bergljót Sigurðardóttir og Bryndís Þórhallsdóttir

    Bókaútburður 2020-2021

    8. október 2020

    Ragnheiður Gunnbj. 

    Elva María

    22. október 2020

     Eyrún

    Sigurlína

    5. nóvember 2020

    Ragnheiður Þórsd.

    Svanhildur

    19. nóvember 2020

    Arna Rún

    Guðrún Dóra

    3. desember 2020

    Helga

    Margrét Þóra

    17. desember 2020

    Laufey

    Þóra

    14. janúar 2021

    G. Inga

    Katrín

    28. janúar 2021

    Margrét Eyfells

    Guðrún Jóhannsd.

    11. febrúar 2021

    Hómfríður

    Sigríður María

    25. febrúar 2021

    Elín Sif

    Margrét Loftsd.

    11. mars 2021

    Elsa

    María Björk

    25. mars 2021

    Erna

    Debbie

    8. apríl 2021

    Ragnheiður Ólafsd.

    Martina

    21. apríl 2021

    Guðrún Baldursd.

    Kristjana

    6. maí 2021

    Rósa

    Linda

    20. maí 2021

    Eyrún

    Elva María

    3. júní  2021

    Ragnheiður Gunnbj.

    Sigurlína

    16. júní 2021

    Ragnheiður Þórsd.

    Svanhildur

    1. júlí 2021

    Arna Rún

    Guðrún Dóra

    15. júlí 2021

    Helga

    Margrét Þóra

    29. júlí 2021

    Laufey

    Þóra

    12. ágúst 2021

    G. Inga

    Katrín

    26. ágúst 2021

    Bryndís

    Guðrún Jóhannsd.

    9. september 2021

    Hómfríður

    Sigríður María

    23. september 2021

    Elín Sif

    Margrét Loftsd.

    7. október 2021

    Elsa

    María Björk

    21. október 2021

    Erna

    Debbie

    4. nóvember 2021

    Ragnheiður Ólafsd.

    Martina

    ATH!  21. apríl er borið út á miðvikudegi  (daginn fyrir Sumardaginn fyrsta)

               16. júní er er borið út á miðvikudegi (daginn fyrir Þjóðhátíðardaginn)

     

    Bókaútburður Amtsbókasafnsins

     

    Bókaútburður ÞorbjörgAkureyrarsystra

    Undanfarin 30 ár hefur það verið aðalstarf okkar Akureyrar-systra að annast heimsendingar á bókum og hljóðbókum til sjúkra og aldraðra á Akureyri.  Í upphafi var ætlun okkar að vinna að málefnum aldraðra. Fyrst á hjúkrunarheimilinu Seli vorum við að naglhreinsa, sópuðum auk hinna ýmsu verka og síðan saumuðum við gluggatjöld fyrir stofnunina. Þetta verkefni tók enda og finna þurfti nýtt. 

    Hólmfríður Andersdóttir bókavörður á Amtbókasafninu fékk þessa góðu hugmynd og allar systur tilbúnar í verkefnið. Fyrstu 23 árin voru vikulegar sendingar en svo breyttist fyrirkomulagið og farið er aðra hverja viku. Tvær systur fara í hvert sinn með um það bil 15 bókapoka sem starfsfólk Amtsbókasafnsins hefur tekið til og skipt á milli okkar. 

    Alltaf er farið, vetur, sumar, vor og haust í stormi og stórhríð, logni og blíðu. Aðeins einu sinni á þessum 30 árum hefur útburði verið frestað til næsta dags vegna stórhríðar. Ekki eru ferðirnar alltaf auðveldar. Systur hafa lent í reiðum hundum, fest bílana í sköflum, setið fastar á girðingum við að stytta sér okkur leið milli húsa og svona mætti telja.

    Skilyrði þess að fá bækur sendar heim er að fólk komist ekki á safnið eða eigi mjög erfitt með það. Skjólstæðingar okkar eru oftar en ekki einstæðingar, misvel á sig komnir. Það hefur komið fyrir oftar en einu sinni að systur hafi þurft að hringja á sjúkrabíl þegar þær komu með sendingu þar sem viðkomandi gat enga björg sér veitt og oft erum við beðnar um að ganga beint inn þar sem fólk kemst ekki til dyra, jafnvel inn að rúmi fólks til þess að skipta um bókapoka. Þá höfum við í mörg ár látið eitthvað góðgæti fylgja síðustu sendingunni fyrir jól.

    Okkur þykir vænt um fólkið okkar sem margt hefur fengið sendingar árum saman og er orðið að góðum vinum. Blessunarorðin og þakklætið sem við fáum yljar okkur um ókomna tíð. 

    Um 49 manns fengu sendar heim tæplega 7.000 bækur/hljóðbækur á síðasta ári og til gamans má geta þess að sá einstaklingur sem fékk flestar bækur á árinu fékk 444 titla. Gera má ráð  fyrir að verðmæti sem felst í þessu vinnuframlags sé að lágmarki hálf milljón króna á ári.

    Hólmfríður Andersdóttir Soroptimisti og bókavörður.

     Starfsmaður Amtið          Þorbjörg og Eyrún

    Verkefni okkar eftir heimsmarkmiðum

    Heimsmarkið