Garna- og ullarsöfnun
GARN OG ULL TIL GRÆNLANDS
Klúbbnum okkar datt í hug að safna garni og ull fyrir saumaklúbb í Ittoqqortoomiit í Grænlandi. Við vissum að konurnar í Grænlandi hittust í saumaklúbbi til að prjóna saman. Við báðum systur okkar að koma með auka garn eða ull sem lágu heima og það var ótrúlega mikið sem safnaðist. Eftir að allir pokar voru flokkaðir voru sex kassar fullir af prjónaefni. Léttlopi, lopi, hosuband, eingrini, alpakkaull, bómull, Linette, Smart, Fritidsgarn......og prjónar. Þetta er vert að endurtaka.