Skip to main content
  • Þórunn heiðursfélagi

  • Norrænir vinadagar 2018

  • Ittoqqortoormiit

    Heiðursfélagi níræð

    Elín Sigurjónsdóttir – 90 ára

    12. september sIMG 2862íðastliðinn varð okkar ágæta systir Elín Sigurjónsdóttir níræð. Að því tilefni bauð hún til kaffisamsætis fyrir nokkra vini og fyrrum samstafsfélaga. Fyrir hönd klúbbsins okkar mættu þær Margrét Eyfells og Þórunn Sigurbjörnsdóttir. Glatt var á hjalla þar sem notalegur húmor Elínar réð ríkjum og sungin voru nokkur af uppáhalds lögum afmælisbarnsins. Veislustjóri rakti stuttlega lífsferil Elínar, en hún er Austfirðingur í húð og hár, alin upp á Fáskrúðsfirði. Hún fór ung að heiman til að vinna fyrir sér. Elín hefur alltaf verið talsmaður réttlætis og þegar hún komst á því að vinnuveitandinn mismunaði kynjunum til launa ákvað hún að segja upp starfi sínu og fara í nám þar sem hún eygði sömu laun fyrir sömu vinnu. Að loknu kennaraprófi lá leiðin fljótlega til Akureyrar. Elín starfaði lengst af við Barnaskóla Akureyrar og var afar farsæll kennari. Þórunn Sigurbjörnsdóttir flutti snjalla ræður þar sem hún rakt kynni þeirra „sérrý-systra“, en leiðir þeirra hafa lengi leigið saman, bæði í starfi og leik. Fyrir hönd klúbbsins færði Margrét Elínu fallegan blómvönd í litum Soroptimista. Takk fyrir ánægjulega stund kæra Elín og alla góða dagana í Barnaskóla Akureyrar. Helga Sigurðardóttir