• Þórunn heiðursfélagi

  • Norrænir vinadagar 2018

  • Ittoqqortoormiit

Jólafundur 2021

Jólafundur 14. desember 2021

Haldinn að þessu sinni hjá Debbie í Austurberginu og þökkum henni höfðinglegar móttökur.  

Kveikt á kertum og farið með hvatningu, markmið og það sem að Sorotimistar beita sér fyrir.  Því næst hefðbundin fundarstörf en sérstaklega ánægjulegt að taka inn tvær nýjar systur þær Írisi Björk Gunnlaugsdóttir og Sigrúnu Björk Sigurðardóttir og bjóðum þær hjartanlega velkomnar í hópinn. Einnig var gestur í salnum sem að mögulega verður næsta nýja systir okkar það er hún Kristín Þöll Þórsdóttir og hlökkum til að hitta þær allar aftur.  

Viðtók síðan jólasöngur með undirleik frá Reyni Schiöth þar sem að skemmtinefndin sá um.  Pálínuboðið stóð sannarlega undir nafni eins og á hverju ár, svignaði undan kræsingum.  Fyrri hluti starfrófssins kom með veitingar þetta árið og þökkum þeim fyrir herlegheitin.  

Jólafundur_nr1.jpeg

Jólafundur_nr2.jpeg

Jólafundur_nr_3.jpeg

Jólafundur_nr_4.jpeg

 Jólaf_nr5.jpeg

Jólaf_nr6.jpeg 

Jólaf_nr7.jpeg

Jól_koma.jpeg