Skip to main content
 • Þórunn heiðursfélagi

 • Norrænir vinadagar 2018

 • Ittoqqortoormiit

  Appelsínugulur fjáröflunarfundur

  Fjáröflunarfundur 16.nóvember 2021

  Fjáröflunarnefndin bauð upp á glæsilegar kræsingar sem að hluta komu sem styrkur t.d. frá Ramma eða fiskurinn sem var í súpunni.  En annars var ákveðið að fyrir utan hefðbundin fundarstörf færi tíminn okkar í samveru og að njóta saman.  

  Systur voru  mjög oflugar að safna tombóluvinningum sem að voru hver öðrum glæsilegri.  Allar systur fóru út með vinning eða vinningar.  Síðan hélt Ragnheiður Gunnbjörns erindi um haustfundinn okkar sem var haldinn á Laugarbakka

  En þá var komið að veislunni sjálfri við fengum glæsilegan forrétt sem var borin á öll borð og svo var það sjávarréttarsúpa með nýbökuðu brauði.  

  En á fundinum safnaðist 235.500.- krónur og við seldum síðan Appelísnugular rósir fyrir 415.500.-krónur sem að gera 651.000.- krónur.  Vel gert kæru systur þessi peningur fer til Bjarkahlíðar sem að nýtir hann til að hlúa að konum í neyð vegna ofbeldis.  

  Fjáröflun_nr_9.jpeg

  Fjáröflun_nr_6.jpeg

  Fjáröflun_nr3.jpeg

  Fjáröflun_nr2.jpeg

  Fjáröflun_nr_4.jpeg

  Fjáröflun_nr_7.jpeg

  Fjáröflun_nr_8.jpeg

  Bleikur októberfundur

  Fundur þann 19.október 2021

  Systur klæddust bleiku þar sem að við sýndum stuðning við konur sem hafa fengið krabbamein

  Fyrir utan venjulega fundarstörf þá var þeim Ragnheiði og Deborah þakkað fyrir sín störf innan stjórnar.  Sem og ný stjórn kynnt formlega fyrir öðrum systrum.  

  Okt_nr_2.jpeg

  Okt_nr1.jpeg

  okt_nr4.jpeg

   

  Okt_nr_3.jpeg

   

  Haustfundur

  Haustfundur Soroptimista 2021 

  Hann fór fram á Laugarbakka 1.-3.október

  Konur komu á Laugarbakka á föstudeginum og komu sér fyrir á herbergjum.  Um kvöldið fórum við í ratleik um þorpið þar sem að við kíktum á hvað konur er að framleiða.  Þar kenndi ýmissa grasa eins og Vatnes Jarn þar sem að framleitt er handlitað garn.  Einnig bókaútgáfa og fleira.  Þetta var mjög forvitnilegt og gaman að fræðast um hvaða framleiðsla er í þorpinu.  

  Á laugardeginum voru erindi frá systrum og var Akureyrarklúbburinn áberandi í pontu.  Ingrid Kuhlman var með erindi um jákvæða sálfræði sem að var bæði skondinn og skemmtilegur.  Síðan var bæði hópavinna sem og nefndarvinna.  

  Mjög skemmtileg helgi að baki þar sem að góð samvera og samvinna var alls ráðandi

   

  Laugarbakki.jpeg

  Haustfundur_nr_5.jpeg

  Haustfundur_nr_3.jpeg

  Haustfundur_nr4.jpeg

  Haustfundur6.jpeg

  Bókaútburður 2021-2022

  Bókaútburður Soroptimistaklúbbs Akureyrar 2021—2023
  Bókasendinganefnd: Bergljót Sigurðardóttir og Bryndís Björg Þórhallsdóttir
  21. október 2021 Erna og Debbie
  4. nóvember 2021 Guðrún Baldursd. og Kristjana
  18. nóvember 2021 Rósa og Linda
  2. desember 2021 Eyrún og Elva María
  16. desember 2021 Ragnheiður Gunnbj. og Sigurlína
  13. janúar 2022 Ragnheiður Þórsd. og Margrét Eyfells
  27. janúar 2022 Arna Rún og Guðrún Dóra
  10. febrúar 2022 Hólmfríður og Sigríður María
  24. febrúar 2022 Helga og Margrét Þóra
  10. mars 2022 Laufey og Þóra
  24. mars 2022 Elín og Katrín
  7. apríl 2022 Bryndís Björg og Guðrún Jóhannesd.
  20. apríl 2022 Ragnheiður Ólafsd. og Margrét Loftsd.
  5. maí 2022 Elsa og María Björk
  19. maí 2022 Erna og Debbie
  2. júní 2022 Guðrún Baldursd. og Kristjana
  16. júní 2022 Rósa og Linda
  30. júní 2022 Eyrún og Elva María
  14. júlí 2022 Ragnheiður Gunnbj. og Sigurlína
  28. júlí 2022 Ragnheiður Þórsd. og Margrét Eyfells
  11. ágúst 2022 Arna Rún og Guðrún Dóra
  25. ágúst 2022 Hólmfríður og Sigríður María
  8. september 2022 Helga og Margrét Þóra
  22. september 2022 Laufey og Þóra
  6. október 2022 G. Inga og Katrín
  20. október 2022 Bryndís Björg og Guðrún Jóhannesd.
  3. nóvember 2022 Ragnheiður Ólafsd. og Margrét Loftsd.
  17. nóvember 2022 Elsa og María Björk
  1. desember 2022 Erna og Debbie
  15. desember 2022 Guðrún Balursd. og Kristjana
  12. janúar 2023 Rósa Linog da
  26. janúar 2023 Eyrún og Elva María
  ATH!
  20. apríl er borið út á miðvikudegi (daginn fyrir Sumardaginn fyrsta)

   

  Að flytja til Íslands

  flytja til Íslands sem erlend kona:

  Á september fundi, héldu Martina Huhtamaki, málfræðingur og Deborah Robinson, iðjuþjálfi fyrirlestur um þeirra reynsla af hvernig á að aðlagast íslensku samfélagi. Þær hafa komið saman og rætt um hvað það var sem þeim var efst í  huga og glærunar eru útkoma og þeirra hittingi.

   

   

  Kveikt á kertum

  Að ósk forseta var nú í september tekin mynd þegar við kveikjum á kertunum okkar í upphaf fundarins í tilefni 100 ára afmæli Soroptimista. Hér er Rósa Sigursveinsdóttir að tendra 4. kerti. 

   Rósa kveikja kerti