• Þórunn heiðursfélagi

 • Norrænir vinadagar 2018

 • Ittoqqortoormiit

  TÆKNITRÖLL Akureyrarklúbbssystur

  Apríl fundur

  Á aprílfundi s.l. mættu ekki færi en 25 systur á ZOOM-fundinn þar sem við höfum ekki hittst síðan febrúar. Einnig voru nokkrar sem hlustuðu á streymið. Þannig leysum við Akureyringar samkomubannið. Með þessum hætti er hægt að halda aðalfund þar sem systur eru kosnar inn í embæti og fleira. Nýr formaður okkar verður Ragnheiður Þórsdóttir. Einnig var tekin inn ein ný systir sem heitir Linda Aðalsteinsdóttir og er iðjuþjálfi. 

   

  Garna- og ullarsöfnun

  Garn og ull til Grænlands

  GARN OG ULL TIL GRÆNLANDS

  Klúbbnum okkar datt í hug að safna garni og ull fyrir saumaklúbb í Ittoqqortoomiit í Grænlandi. Við vissum að konurnar í Grænlandi hittust í saumaklúbbi til að prjóna saman. Við báðum systur okkar að koma með auka garn eða ull sem lágu heima og það var ótrúlega mikið sem safnaðist. Eftir að allir pokar voru flokkaðir voru sex kassar fullir af prjónaefni. Léttlopi, lopi, hosuband, eingrini, alpakkaull, bómull, Linette, Smart, Fritidsgarn......og prjónar. Þetta er vert að endurtaka.

  Nýjar systur

  Erna, Þóra Ýr og Kristjana

   ÞRJÁR NÝJAR SYSTUR

   

   

   

   

  Á febrúar-fundi voru formlegar teknar inn í klúbbnum þrjár nýjar systur. Þær eru Erna Káradóttir, Kristjana Baldursdóttir og Þóra Ýr Árnadóttir. Elva María, Katrín og Laufey báru þær upp og Eyrún formaður afhenti þeim kertastjaka og rós. Bjóðum þeim innilega velkomnar í Soroptimistaklúbb Akureyrar.

  Nýjar systur

   

   

   

   

   

  Erna, Elva María, Þóra Ýr, Laufey, Kristjana, Katrín og Eyrún

   

  16 daga átak

  Soroptimistar segja Nei við ofbeldi
  Éyrún S Ingvadóttir
  Ég heiti Eyrún og er formaður Soroptimistaklúbbs Akureyrar og við ásamt Zontaklúbbunum tveimur, ákváðum að sameina krafta okkar í þessu átaki, „Segjum nei við kynbundnu ofbeldi.“ Sameinuðu þjóðirnar hafa valið daginn í dag 25.nóvember, sem dag vitundarvakningar um útrýmingu kynbundins ofbeldis og markar hann jafnframt upphaf þessa 16 daga átaks gegn ofbeldi og lýkur á mannréttindadegi SÞ, 10.desember sem er jafnframt alþjóðlegur dagur Soroptimista.
  Fyrir ykkur sem ekki vita, þá eru Soroptimistar ekki hluti af soríasissamtökunum, heldur erum við starfsgreinatengd alþjóðleg samtök og eru um 600 konur í 19 klúbbum á Íslandi. Heiti samtakanna okkar er dregið úr latínu, sorores ad optumum, sem þýðir systur sem vinna að því besta eða bjartsýnissystur. Eitt af aðalmarkmiðum Soroptimista í áratugi hefur verið að berjast gegn kynbundnu ofbeldi og við viljum vera málsvarar kvenna, standa með konum og láta rödd kvenna heyrast. 
  Í ár hafa verkefnastjórar og boðunarkonur Soroptimista í 40 löndum í Evrópu tekið höndum saman og hvatt Soroptimistasystur, 34.000 talsins, til að vekja athygli á þessari áralöngu
  baráttu með einhverjum sýnilegum hætti. Því hafa Soroptimistar á Íslandi í dag birt á FB síðum sínum roðagylltar myndir með textanum „Roðagyllum heiminn, soroptimistar segja
  NEI við ofbeldi. Nú fleira sem klúbbar hafa gert til að gera baráttuna sýnilegri er t.d. að hvetja fyrirtæki og stofnanir til að roðagylla byggingar, það hafa verið tekin viðtöl við konur, bæði í dagblöðum og í sjónvarpi og við hér á AK, erum í dag að selja appelsínugula trefla og rennur ágóðinn af sölunni til Aflsins .
  Að lokum langar mig gefa ykkur nokkrar staðreyndir um ofbeldi gegn konum:
   
   35% allra kvenna í heiminum munu upplifa ofbeldi. Á sumum svæðum eru það allt að 7 af hverjum 10
   Meira en 600 milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilisofbeldi er ekki bannað
   200 milljónir kvenna í dag hafa verið beittar kynferðislegu ofbeldi
   Og svo bara núna í vikunni bárust fréttir frá Frakklandi að 150 konur þar, hafa verið myrtar af eiginmönnum sínum bara á þessu ári.
   
  Að lokum gleðifregn; mig langar að segja ykkur að í dag mun forseti Soroptimistasambands Íslands afhenda Konukoti 2 milljónir króna frá Soroptimistum á Íslandi.

  16 daga átak       ESI og MBI

   

  Heiðursfélagi níræð

  Elín Sigurjónsdóttir – 90 ára

  12. september sIMG 2862íðastliðinn varð okkar ágæta systir Elín Sigurjónsdóttir níræð. Að því tilefni bauð hún til kaffisamsætis fyrir nokkra vini og fyrrum samstafsfélaga. Fyrir hönd klúbbsins okkar mættu þær Margrét Eyfells og Þórunn Sigurbjörnsdóttir. Glatt var á hjalla þar sem notalegur húmor Elínar réð ríkjum og sungin voru nokkur af uppáhalds lögum afmælisbarnsins. Veislustjóri rakti stuttlega lífsferil Elínar, en hún er Austfirðingur í húð og hár, alin upp á Fáskrúðsfirði. Hún fór ung að heiman til að vinna fyrir sér. Elín hefur alltaf verið talsmaður réttlætis og þegar hún komst á því að vinnuveitandinn mismunaði kynjunum til launa ákvað hún að segja upp starfi sínu og fara í nám þar sem hún eygði sömu laun fyrir sömu vinnu. Að loknu kennaraprófi lá leiðin fljótlega til Akureyrar. Elín starfaði lengst af við Barnaskóla Akureyrar og var afar farsæll kennari. Þórunn Sigurbjörnsdóttir flutti snjalla ræður þar sem hún rakt kynni þeirra „sérrý-systra“, en leiðir þeirra hafa lengi leigið saman, bæði í starfi og leik. Fyrir hönd klúbbsins færði Margrét Elínu fallegan blómvönd í litum Soroptimista. Takk fyrir ánægjulega stund kæra Elín og alla góða dagana í Barnaskóla Akureyrar. Helga Sigurðardóttir

  Treflar til sölu á Haustfundi 2019

  Treflar til sölu Við 4 fræknu systur ykkar erum á leið á Haustfund 2019. Við komum færandi hendi með glóðvolga og silkimjúka trefla í allskyns litum. Þeir eru til sölu  á kr. 3.900 ?