Skip to main content

Þórunn heiðursfélagi

Norrænir vinadagar 2018

Ittoqqortoormiit

    100 tré gróðursett - Hálsskógur

    100 tré gróðursett - Hálsskógur

    Þann 19. júní s.l. voru gróðursett 100 tré í reit Nr 37 í landi Háls, Eyjafjarðarsveit. Tilefnið var 100 ára afmæli Soroptimista. Mættar voru sjö hressar systur (og fylgdarfólk) sem setti niður 100 stafafurur á núll-einni í bong og blíða. Gott nesti og skemmtilegar umræðurnar í sólinni skemmdu ekki fyrir. 

     Groðursetning 19.júní.2021   Reit 37 Háls skógur  

     

    Til minningar

                     Elín Sigurjónsdóttir  

    Elín 90 ára Níunda tugnum fagnað í góðra vina hópi.

    Kveðja

    Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast,- Það er lífsins saga.

    (Páll J. Árdal)

    Kær systir okkar í Soroptimistaklúbbi Akureyrar, Elín Sigurjónsdóttir kennari lést mánudaginn 29. mars síðastliðinn.

    Elín var fædd að Búðum í Fáskrúðsfirði 12. september 1929. Hún lauk kennaraprófi árið 1951 og var Barnaskóli Akureyrar hennar starfsvettvangur í hart nær 50 ár. Elín var afburða kennari og minnast nemendur og samstarfsfólk hennar með hlýhug og þakklæti. Elín var einstaklega fróð og óspör að miðla af þekkingu sinni og reynslu. Við sem þetta skrifum nutum þess allar í ríkum mæli að geta leitað í hennar gagnabrunn fyrstu starfsárin okkar. Elín var mjög hjálpsöm og alltaf fús að leggja að mörkum ef einhver var í vanda eða átti um sárt að binda.

    Elín gekk til liðs við Soroptimistaklúbb Akureyrar í febrúar 1987 og var gerð að heiðursfélaga 2007. Hún gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn okkar og sat í stjórn bæði sem ritari og meðstjórnandi. Í klúbbstarfinu nutum við fórnfýsi Elínar sem ávallt var til þjónustu reiðubúin, hvort heldur var að lesa ljóð og fróðleik á fundum, eða föndra og baka hnallþórur við hin ýmsu tækifæri.

    Hún var mikil íþróttakona og var umhugað um heilbrigðan lífsmáta og geislandi viðmót hennar orð og æði smitaði bæði nemendur og samstarfsfólk.

    Elín var hress alveg fram á síðustu stundu og aldrei brást minnið henni og þakkaði hún áhuga sínum á krossgátum hversu vel það entist.

    Elín er ein þeirra kvenna sem vann sín verk í hljóði en skildi eftir sig spor sem seint gleymast.

    Í sandinum átti ég eftir

    ástkæru sporin þín.

    En regnið grét, uns þau grófust,

    geisli þar yfir skín.

     

    Í sál minni ógleymd á ég

    að eilífu brosin þín.

    Þau grafast ei, þó ég gráti,

    • geisli þar yfir skín.

    (Hulda)

    Um leið og Soroptimistaklúbbur Akureyrar þakkar Elínu fyrir allt það sem hún gaf okkur og samfélaginu sendum við fjölskyldu hennar innilegar samúðarkveðjur.

    Fyrir hönd klúbbsystra, Helga, Ragnheiður Ólafs og Lína.

    Roðagyllum heiminn - ályktun

    Roðagyllt kertiAlþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi

    Dagana 25. nóvember til 10. desember fer fram árlegt 16 daga átak á Íslandi og á heimsvísu gegn kynbundnu ofbeldi til að vekja athygli á að ofbeldi gegn konum er útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum. Markmiðið er hvetja til umræðu og vitundarvakningar um að samfélagið standi saman gegn kynbundnu ofbeldi og knýja á um afnám þess.

    Í ár beinist átakið að áhrifum kóvít-19 á kynbundið ofbeldi. Í kjölfar heimsfaraldursins hefur orðið mikil aukning á ofbeldi gegn konum og stúlkum hér á landi og erlendis og þá sérstaklega heimilisofbeldi.

    Aðgerðir til að ná tökum á faraldrinum valda félagslegri einangrun og spenna og álag eykst út af áhyggjum af heilsu, öryggi og fjárhagslegri afkomu. Konur einangrast á heimilum með gerendum og eiga erfitt með að leita sér aðstoðar til að komast í burtu því stuðningskerfið er rofið. Þetta eru kjöraðstæður fyrir drottnun og ofbeldi fyrir luktum dyrum og skuggafaraldur kóvít-19.

    Bæði konur og karlar verða fyrir kynbundnu ofbeldi en konur og stúlkur eru samt yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem verða fyrir slíku ofbeldi. Það var áður umborið í skjóli einkalífsins en er nú viðurkennt sem ein af verstu birtingarmyndum kynjamisréttis. Kynbundnu ofbeldi er viðhaldið af félagslegum viðmiðum og staðalímyndum sem mismuna á grundvelli kyns og veikja stöðu kvenna og stúlkna.

    Sameinuðu þjóðirnar hvetja ríkisstjórnir heims til að hafa aðgerðir gegn kynbundnu ofbeldi sem lykilþátt í viðbragðsáætlunum sínum gegn kóvít-19, m.a. með því að beina fjármunum að úrræðum og stoðþjónustu við þolendur, senda skýr skilaboð um að samfélagið líði ekki kynbundið ofbeldi og að réttarkerfið sjái til þess að gerendur séu gerðir ábyrgir gjörða sinna.

    Tryggja þarf mannréttindi og grundvallarfrelsi kvenna til að ná tökum á skuggafaraldri kóvít-19.

    Stöndum saman um að rjúfa þagnarmúrinn um kynbundið ofbeldi og stuðlum að vitundarvakningu um að við sem samfélag eigum að hafna því.

    Soroptimistaklúbbur Akureyrar, Zontaklúbbur Akureyrar og Zontaklúbburinn Þórunn hyrna

    hof  Roðagylltur himininn

    Jólaaðstoð 2020

    Jólaaðstoð frá Soroptimistaklúbbi Akureyrar.

    Systur í klúbbnum lögðu þessu góða málefni lið í stað þess að halda Jólafund með öllu tilheyrandi og safnaði kr. 222.500 sem var fært þeim í jólaðstoð 1. desember 2020. Árið hverja hefjast fjáröflun vegna jólaaðstoðar eins og undanfarin ár. Samstarfið hjá aðilum hefur gengið mjög vel og hafa félögin skrifað undir samstarfssamning til ársins 2023. Söfnunarféð er notað til kaupa á gjafakortum sem einstaklingar geta verslað mat fyrir. Samtals fengu um 300 fjölskyldur og einstaklingar aðstoð á síðasta ári. Mörg heimili á Eyjafjarðarsvæðinu búa við bág kjör og þurfa á aðstoð að halda.Vegna ástandsins í þjóðfélaginu má gera ráð fyrir fleiri umsóknum í ár en undanfarin ár. 
     

    Aðalfundur 20. október 2020

    Fomannsskipti:

    Ragnheiður Björk Þórsdóttir tekur við formannsnæluna frá Eyrúnu Svövu Ingvadóttur.

    forsetarskiptingu

    Aldursddreifing og starfsgreinalyklar 2019-2020

    graf1

    graf2