Skip to main content
  • Þórunn heiðursfélagi

  • Norrænir vinadagar 2018

  • Ittoqqortoormiit

    Appelsínugulur fjáröflunarfundur

    Fjáröflunarfundur 16.nóvember 2021

    Fjáröflunarnefndin bauð upp á glæsilegar kræsingar sem að hluta komu sem styrkur t.d. frá Ramma eða fiskurinn sem var í súpunni.  En annars var ákveðið að fyrir utan hefðbundin fundarstörf færi tíminn okkar í samveru og að njóta saman.  

    Systur voru  mjög oflugar að safna tombóluvinningum sem að voru hver öðrum glæsilegri.  Allar systur fóru út með vinning eða vinningar.  Síðan hélt Ragnheiður Gunnbjörns erindi um haustfundinn okkar sem var haldinn á Laugarbakka

    En þá var komið að veislunni sjálfri við fengum glæsilegan forrétt sem var borin á öll borð og svo var það sjávarréttarsúpa með nýbökuðu brauði.  

    En á fundinum safnaðist 235.500.- krónur og við seldum síðan Appelísnugular rósir fyrir 415.500.-krónur sem að gera 651.000.- krónur.  Vel gert kæru systur þessi peningur fer til Bjarkahlíðar sem að nýtir hann til að hlúa að konum í neyð vegna ofbeldis.  

    Fjáröflun_nr_9.jpeg

    Fjáröflun_nr_6.jpeg

    Fjáröflun_nr3.jpeg

    Fjáröflun_nr2.jpeg

    Fjáröflun_nr_4.jpeg

    Fjáröflun_nr_7.jpeg

    Fjáröflun_nr_8.jpeg

    Bleikur októberfundur

    Fundur þann 19.október 2021

    Systur klæddust bleiku þar sem að við sýndum stuðning við konur sem hafa fengið krabbamein

    Fyrir utan venjulega fundarstörf þá var þeim Ragnheiði og Deborah þakkað fyrir sín störf innan stjórnar.  Sem og ný stjórn kynnt formlega fyrir öðrum systrum.  

    Okt_nr_2.jpeg

    Okt_nr1.jpeg

    okt_nr4.jpeg

     

    Okt_nr_3.jpeg

     

    Haustfundur

    Haustfundur Soroptimista 2021 

    Hann fór fram á Laugarbakka 1.-3.október

    Konur komu á Laugarbakka á föstudeginum og komu sér fyrir á herbergjum.  Um kvöldið fórum við í ratleik um þorpið þar sem að við kíktum á hvað konur er að framleiða.  Þar kenndi ýmissa grasa eins og Vatnes Jarn þar sem að framleitt er handlitað garn.  Einnig bókaútgáfa og fleira.  Þetta var mjög forvitnilegt og gaman að fræðast um hvaða framleiðsla er í þorpinu.  

    Á laugardeginum voru erindi frá systrum og var Akureyrarklúbburinn áberandi í pontu.  Ingrid Kuhlman var með erindi um jákvæða sálfræði sem að var bæði skondinn og skemmtilegur.  Síðan var bæði hópavinna sem og nefndarvinna.  

    Mjög skemmtileg helgi að baki þar sem að góð samvera og samvinna var alls ráðandi

     

    Laugarbakki.jpeg

    Haustfundur_nr_5.jpeg

    Haustfundur_nr_3.jpeg

    Haustfundur_nr4.jpeg

    Haustfundur6.jpeg

    Að flytja til Íslands

    flytja til Íslands sem erlend kona:

    Á september fundi, héldu Martina Huhtamaki, málfræðingur og Deborah Robinson, iðjuþjálfi fyrirlestur um þeirra reynsla af hvernig á að aðlagast íslensku samfélagi. Þær hafa komið saman og rætt um hvað það var sem þeim var efst í  huga og glærunar eru útkoma og þeirra hittingi.

     

     

    Kveikt á kertum

    Að ósk forseta var nú í september tekin mynd þegar við kveikjum á kertunum okkar í upphaf fundarins í tilefni 100 ára afmæli Soroptimista. Hér er Rósa Sigursveinsdóttir að tendra 4. kerti. 

     Rósa kveikja kerti

    Ólöf Þórsdóttir - Heiðursfélagi 2021

    Ólöf heiðursfélagi Margrét Eyfells, Ólöf Þórsdóttir og Ragnheiður Gunnbjörnsdóttir

    Ólöf Steinnun Þórsdóttir fékk formlega afhent blóm í tilefni að því að hún var gerð að heiðursfélaga þann 21. september s.l. Hún er stofnfélagi í Akureyrarklúbbnum sem var stofnaður 13. febrúar 1982.

    Ólöf fæddist 11. mars 1939 á Bakka í Öxnadal og var bóndi alla tíð. Hún er sannur Soroptimisti og hefur verið virkur félagi lengi og þau ár sem hún var upp á sitt besta og er sú kona sem sótti hvað best fundi þótt hún ætti lengst að fara. Undanfarin ár hefur hún fylgst vel með okkar í starfi þó hún hafi ekki alltaf geta mætt. Hún býr nú með syni sínum Helga þór og sonarsyni, Elmari Darra við Strandgötuna á Akureyri.

    Í mörg ár héldum við systur ávallt maí fundi á Bakka. Þessi fundir voru okkur sérstaklega kærir og ekki voru veitingarnar af verri endanum, þar sem Ólöf galdraði fram krásir og kleinur að líktist helst fermingarveislu.  Meðan Ólöf bjó á Bakka fengum við Akureyrarklúbburinn afnot af landi norðan við bæinn, sem var girt af með aðstoð eiginmanna okkar undir ströngu eftriliti Ólafar, húnpassaði upp á að hver staur stæði rétt. Þarna fórum við í nokkur ár og gróðusettum ýmsar plöntur sem hafa dafnað vel og sést reitturinn vel frá veginum í dag.