Appelsínugulur fjáröflunarfundur
Fjáröflunarfundur 16.nóvember 2021
Fjáröflunarnefndin bauð upp á glæsilegar kræsingar sem að hluta komu sem styrkur t.d. frá Ramma eða fiskurinn sem var í súpunni. En annars var ákveðið að fyrir utan hefðbundin fundarstörf færi tíminn okkar í samveru og að njóta saman.
Systur voru mjög oflugar að safna tombóluvinningum sem að voru hver öðrum glæsilegri. Allar systur fóru út með vinning eða vinningar. Síðan hélt Ragnheiður Gunnbjörns erindi um haustfundinn okkar sem var haldinn á Laugarbakka
En þá var komið að veislunni sjálfri við fengum glæsilegan forrétt sem var borin á öll borð og svo var það sjávarréttarsúpa með nýbökuðu brauði.
En á fundinum safnaðist 235.500.- krónur og við seldum síðan Appelísnugular rósir fyrir 415.500.-krónur sem að gera 651.000.- krónur. Vel gert kæru systur þessi peningur fer til Bjarkahlíðar sem að nýtir hann til að hlúa að konum í neyð vegna ofbeldis.