Skip to main content

Fyrsta mynd

Önnur mynd

Þriðja mynd

    Mæður með geðheilsuvanda

    mynd miðstod foreldra

    Styrktarverkefni klúbbsins er unnið í samstarfi við Miðstöð foreldra og barna. Verkefnið felst í að kosta hópmeðferð fyrir verðandi mæður með geðheilsuvanda og eftirfylgd við þær og börn þeirra eftir fæðingu.

    Góðgerður 2020

    Merki Góðgerðar 2020

    Skemmti- og fjáröflunarkvöld Soroptimistaklúbbs Reykjavíkur var haldið á Grand hóteli 5. mars sl. í tíunda sinn. Kvöldið hófst með fordrykk undir ljúfum tónum Tríós Góðgerðar. Guðrún Árný, söngkona og píanóleikari, og Frímann skemmtu síðan undir borðhaldinu.

    Fjáröflunarnefnd Reykjavíkurklúbbsins hafði unnið mikið og gott starf eins og sjá mátti á þeim glæsilegu skartgripum og listaverkum sem voru boðin upp á Góðgerði. Uppboðinu stjórnaði systir okkar Jónína Rós Guðmundsdóttir. Einnig var happdrættið glæsilegt og mikið af góðum vinningum. Formaður klúbbsins þakkaði fjáröflunarnefndinni fyrir hennar frábæra starf og formanni nefndarinnar, Erlu Ragnarsdóttur. Við hlið fjáröflunarnefndarinnar stóð þéttur hópur systra sem lagði sitt af mörkum við undirbúning Góðgerðar eins og undanfarin ár. Þær eiga allar miklar þakkir skyldar.

    Ágóðinn af Góðgerði rennur til Miðstöðvar foreldra og barna sem hefur sérhæft sig í hópmeðferð fyrir ungar verðandi mæður með geðheilsuvanda og eftirfylgd fyrir þær og börn þeirra eftir fæðingu. Stjórn Reykjavíkurklúbbs og verkefnastjórar fengu að heimsækja Miðstöðina á síðasta ári, skoða aðstöðuna og fræðast um þeirra góða brautryðjendastarf.

    Góðgerður 2020 - Aðalbjörg 100 ára Góðgerður 2020 - Sigrún formaður og Aðalbjörg afmælisbarn