Jólafundur
Á jólafundi, sem var fjarfundur að þessu sinni, var afhentur styrkur til Kvennaathvarfsins sem Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra tók á móti. Hún hefur starfað lengi hjá Kvennaathvarfinu og gaf okkur góða innsýn í það góða starf sem þar er unnið og hvernig styrkurinn yrði nýttur. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur sagði okkur frá rithöfundaferlinum og las úr nýjustu bókinni sinni en hún kýs að kalla bækurnar sínar fjölskyldusögur.