Septemberfundur
Systur voru ánægðar að hittast á Nauthóli eftir sumarleyfi. Þórdís Sigurðardóttir, forstöðumaður sendiráðs Íslands í Úganda, hélt fræðandi erindi um þróunarsamvinnu Íslands, markmið hennar og áherslur og það umhverfi sem starfað er í. Í lokin var vikið að þeim nýja veruleika sem blasir við í þróunar- og mannúðarstarfi í skugga heimsfaraldurs og hvernig tekist er á við hann.