Febrúarfundur
Vilborg Oddsdóttir aðstoðarverkefnastjóri kynnti nýtt styrktarverkefni Reykjavíkurklúbbs hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, Stattu með sjálfri þér – virkni til farsældar, fyrir konur á örorku með börn á framfæri.
Áætlað hafði verið að heimsækja Vinnumálastofnun en vinnustaðafundurinn var fjarfundur í ár. Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar hélt áhugavert erindi um starfsemi stofnunarinnar og þau gríðarmiklu og krefjandi verkefni sem starfsmenn hennar hafa sinnt á tímum heimsfaraldurs.