Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar og systir í Reykjavíkurklúbbi, hélt erindi á maífundinum (2020)
Systur í Reykjavíkurklúbbi voru ánægðar að hittast á fundi eftir langt hlé. Fyrirlesari var Herdís Sveinsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands og deildarforseti Hjúkrunarfræðideildar. Hún fjallaði m.a. um ábyrgð og faglega forystu deildarforseta og kennslu í hjúkrunarfræði á öllum stigum sem hefur verið í örri þróun undanfarin ár. Þá sagði Herdís okkur frá nýjum áskorunum á vormisseri vegna kórónuveirunnar, t.d. þurfti að endurskipuleggja allt verknámið vegna mikillar smithættu á sjúkrastofnunum.