Jólafundurinn 2019
Jólafundurinn var haldinn á Fjallkonunni þar sem systur nutu góðra veitinga undir jóladagskránni. Við ræddum um átakið okkar Soroptimistasystra gegn kynbundnu ofbeldi, Roðagyllum heiminn. Systur í Reykjavíkurklúbbi munu halda áfram að styrkja ungar stúlkur og konur í erfiðum aðstæðum og viðkvæmri stöðu til menntunar og sjálfstæðis.
Sólveig Pálsdóttir rithöfundur las úr nýjustu bókinni sinni, Fjötrum, og sagði okkur frá bakgrunni sínum og ástæðum þess að hún hóf rithöfundarferilinn. Tónlistarmaðurinn Þráinn Baldvinsson skemmti okkur síðan með gítarleik og söng.