Aprílfundur
Systur í Reykjavíkurklúbbi fengu til sín góðan gest á aprílfundinn. Laufey I. Guðmundsdóttir, einhverfuráðgjafi og sjálfstætt starfandi hjá Laufgun, hélt athyglisvert erindi um einhverfueinkenni hjá fullorðnum með áherslu á stúlkur og konur. Laufey hefur sinnt fræðslu á þessu sviði, ritaði m.a. kafla í bókina Litróf einhverfunnar og tók þátt í gerð myndarinnar Að sjá hið ósýnilega.