Gróðursetning í júní í lundi Soroptimistasambands Íslands í Heiðmörk
Systur í Reykjavíkurklúbbi mættu í Heiðmörkina til að gróðursetja 40 plöntur í tilefni af 100 ára afmæli Alþjóðasambands Soroptimista. Birki, reynir, gráelrir, rauðelrir og sitkagreni varð fyrir valinu. Við undirbúning verkefnisins fengum við góða ráðgjöf hjá Auði Kjartansdóttur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur og Þórólfi Jónssyni garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar. Eftir vinnutörnina nutu systur góðra veitinga í lundinum okkar góða.