Skip to main content

Fyrsta mynd

Önnur mynd

Þriðja mynd

    Anh-Dao Katrín Tran, aðjúnkt við Deild menntunar og margbreytileika í Háskóla Íslands, flutti erindi á nóvemberfundinum

    Anh-Dao Katrín Tran, fjölmenningarfræðingur og systir í Reykjavíkurklúbbi, flutti fróðlegt  erindi að loknum aðalfundarstörfum á nóvemberfundinum. Yfirskriftin var: Vannýtt auðlind: Nemendur af erlendum uppruna í íslenskum framhaldsskólum.

    Anh Dao hefur rannsakað ástæður þess að nemendur af víetnömskum uppruna hafa tilhneigingu til þess að hætta námi í íslenskum framhaldsskólum og nefndi hún m.a. ónóga kunnáttu í íslensku máli, félagslega einangrun, lágt sjálfsmat og litla hvatningu. Anh-Dao lýsti því hvernig væri hægt að snúa þessari neikvæðu þróun við með því að beita aðferðum fjölmenningarfræðinnar og vinna með styrkleika nemendanna, fyrra nám og menningarlegan bakgrunn.


    Ahn Dao fyrirlestur í nóv. 2020