Skip to main content
  • Menningarhúsið Kópavogi

  • Krakkapottur

  • Kópavogskirkja

  • Golf á Sigló

    Kirkjur í Kópavogi lýstar upp í roðagylltum lit

    Þrjár kirkjur í Kópavogi í roðagylltum lit. Það eru Hjallakirkja sem er efst til vinstri, síðan Digraneskirkja þar fyrir neðan og að lokum Lindakirkja.

    kópavogs kirkjur 2020

    Systur klæddust appelsínugulu í tilefni dagsins

    Þrjár systur úr Soroptimistaklúbbi Kópavogs ákváðu að hittast í tilefni dagsins og klæddust apelsínugulu.

    sor.25.11.20

    Systur úr Kópavogsklúbbi hittust á Zoomfundi í nóvember

      IMG 0493a 2

    Systur úr Kópavogsklúbbi héldu nóvemberfundinn sinn á zoom klæddar í appelsínugulan lit til þess að minna á 16 daga átakið „Roðagyllum heiminn“ sem hefst 25. nóvember nk. Tilgangur átaksins er að efla vitundarvakningu gegn kynbundnu ofbeldi á konum.

    Flutt var mjög fróðlegt erindi á fundinum varðandi ofbeldi gegn konum sem Sigþrúður Guðmundsdóttir forstöðukona Kvennaathvarfsins flutti. Fékk hún fjölda fyrirspurna.

     IMG 0498ab

     

     

    4 nýjar systur voru teknar inn á 45 ára klúbbsins

    101689345_10219536490497246_7490874873255866368_n.jpg

    8. júní 2020 var haldinn fundur í sal siglingaklúbbsins Ýmis í Kópavogi eftir samkomubann vegna Covid. Mikil ánægja var hjá systrum að hittast aftur. Haldið var upp á 45 ára afmæli klúbbsins með veislumat og skemmtun. 4 nýjar systur voru teknar inn í klúbbinn.

    101824447_10219536642981058_3189244237504785947_n.jpg

    Anna María Soffíudóttir frá Bókasafni Kópavogs kom í heimsókn og færði klúbbnum súkkulaði og blóm sem þakklætisvott fyrir framlag klúbbsins við bókaútburð.

     bok.jpg

    Sameiginlegur fundur með Fella- og Hólaklúbbi

    Mánudaginn 10. febrúar fékk  klúbburinn heimsókn frá systrum úr Fella- og Hólaklúbbi. Fundurinn var haldinn í sal á Veðurstofu Íslands.  María Björk Yngvadóttir talskona Soroptimistasambands Íslands kom á fundinn og sagði frá starfi sínu fyrir sambandið og annað í tengslum við störf Soroptimista. Báðir klúbbar voru með í sölu fjáröflunarvarning. Fjáröflunarnefnd Kópavogsklúbbs var í fyrsta sinn að kynna vörur sem komu frá fangelsinu að Hólmsheiði.Resized 20200210 181142 2601

    Hafdís fór yfir þríhyrninginn og benti á að klúbbarnir væru alltaf að vinna innan Skipurits Soroptimista.

     

    Styrkur afhentur Arnarskóla

    Mynd frá Signy Thordardottir.Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 afhenti stjórn Arnarskóla styrk frá klúbbnum sem var afrakstur söfnunar á jólafundinum. Stjórnin fékk góða kynningu á starfsemi skólans frá Maríu Sigurjónsdóttur fagstjóra skólans. Þakkaði hún vel  fyrir styrkinn fyrir hönd skólans sem kemur að góðum notum. Á myndinni er María Sigurjónsdóttir ásamt fulltrúum úr stjórn .