Skip to main content

Menningarhúsið Kópavogi

Krakkapottur

Kópavogskirkja

Golf á Sigló

    Formaður og gjaldkeri fóru í heimsókn í kirkjurnar í Kópavogi

    Formaður og gjaldkeri þær Ellen Tyler og Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir fóru í kirkjuheimsóknir í kirkjurnar okkar í Kópavogi og færðu prestunum Bónuskort frá klúbbnum okkar. Miklar þakkir og blessunaróskir frá prestunum fylgdu er þær kvöddu. 

    mynd.1mynd2

     mynd3

    Styrkur úr Forvarnasjóði Kópavogs

    Kópavogsklúbbur hlaut 400 þúsund krónur styrk úr Forvarnasjóði Kópavogs fyrir verkefnið Dvöl Samfélagshús. 

    Á myndinni hér fyrir neðan taka verkefnastjórar klúbbsins þær Signý Þórðardóttir, Hrefna Óskarsdóttir og Margrét Halldórsdóttir formaður við styrknum.

    Soro Anna H 11 júlí

    Sumarferð Kópavogssystra á Snæfellsnesið

    Laugardaginn 8. júní stóð skemmtinefndin fyrir sumarferð á Snæfellsnesið. 24 systur tóku þátt í ferðinni. Ferðinni var fyrst heitið í heimsókn í sumarbústað systur okkar hennar Signýjar að Neðri Spottum í Staðarsveit þar sem haldin var fundur. Signý bauð uppá dýrindis fiskisúpu sem Rúnar Marvinsson eldaði og þvílíkt sælgæti með tilheyrandi drykkjum. Í þakklætisvott færðum við systur Signýju Birkikvist sem hún hefur gróðursett í sínu landi. Eftir dágóðan stopp hjá Signýju þá var haldið af stað áfram um Staðarsveitina þar sem Signý sagði okkur systrum frá skemmtilegum sögum frá því hún var að alast upp í sveitinni sinni að Ölkeldu. Leiðin lá síðan til Stykkishólms þar sem heimamaður tók á móti okkur og fór með okkur með rútunni um bæinn og sýndu okkur áhugaverða staði. Að lokum heimsóttum við Klaustrið í Stykkishólmi þar sem tvær nunnur tóku á móti okkur og sögðu okkur frá starfi sínu á Íslandi. Þessi heimsókn var mikil upplifun fyrir okkur þar sem við áttum saman ljúfa stund með þeim í kapellunni og hlustuðum síðan á eina nunnuna syngja á spænsku, ítölsku, ensku og íslensku.

     Áður en lagt var af stað heim á leið var borðað á Narfeyrastofu þar sem systur áttu gott spjall saman yfir góðum mat, félagsskap og frábærum degi.

    Á myndinni má sjá systur á pallinum hjá Signýju

    sum2 002

     

    Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Birkikvistinn sem Signý gróðursetti í sínu landi og nunnurnar sem tóku á móti okkur í Stykkishólmi

    birkiknn

    Styrkur til Dvalar samfélagshúss í Kópavogi

    Þriðjudaginn 4. júní afhenti Signý verkefnastjóri Kópavogsklúbbs og Hrafnhildur Sigurgeirsdóttir gjaldkeri. formlega styrk til Dvalar samfélagshússins í Reynihvammi í Kópavogi. Styrkurinn sem afhentur var fjármagnaði garðrólu og tvo Ipada sem verða til þess að auka ánægju og afþreyingu þeirra sem sækja þessa frábæru þjónustu Dvalar. Hægt er að kynna sér starfsemi Dvalar með því að fara inn á meðfylgjandi link   https://www.kopavogur.is/is/ibuar/velferd/fatlad-folk/athvarf-fyrir-gedfatlada-dvol

    Á myndinni sjást Signý og Hrafnhildur með Þórði Ingþórssyni förstöðumanni í rólunni góðu.

    dvol

    Aðalfundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs

    Aðalfundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs var haldin mánudaginn 8. janúar 2024. Margrét Halldórsdóttir tók við sem nýr formaður í stað Þóru Guðnadóttir sem gegnt hefur formannsstöðunni í rúm tvö ár. Ellen Tyler tekur við sem nýr varaformaður. Á myndinn tekur Þóra við blómvendi fyrir vel unnin störf fyrir klúbbinn okkar og Margrét kominn með formannskeðjuna um hálsinn

    for

    Jólafundur 2023

    Jólafundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs var haldinn 11. desember sl. Það var góð mæting á jólafundinn. Tvær nýjar systur voru teknar inn á jólafundinum þær Guðbjörg Jóna Pálsdóttir og Inga Þórisdóttir sem sjást hér á myndinni ásamt formanni og varaformanni.

    ny

     Skemmtinefndin sá um dagskrána, söngur og gítarleikur og leynigestur sem kom á svæðið sem skemmti systrum sem eftirherma Elvis Presley.  Systur óskuðu hver annarri gleðilegra jóla.

     majamagga