Laugardaginn 8. júní stóð skemmtinefndin fyrir sumarferð á Snæfellsnesið. 24 systur tóku þátt í ferðinni. Ferðinni var fyrst heitið í heimsókn í sumarbústað systur okkar hennar Signýjar að Neðri Spottum í Staðarsveit þar sem haldin var fundur. Signý bauð uppá dýrindis fiskisúpu sem Rúnar Marvinsson eldaði og þvílíkt sælgæti með tilheyrandi drykkjum. Í þakklætisvott færðum við systur Signýju Birkikvist sem hún hefur gróðursett í sínu landi. Eftir dágóðan stopp hjá Signýju þá var haldið af stað áfram um Staðarsveitina þar sem Signý sagði okkur systrum frá skemmtilegum sögum frá því hún var að alast upp í sveitinni sinni að Ölkeldu. Leiðin lá síðan til Stykkishólms þar sem heimamaður tók á móti okkur og fór með okkur með rútunni um bæinn og sýndu okkur áhugaverða staði. Að lokum heimsóttum við Klaustrið í Stykkishólmi þar sem tvær nunnur tóku á móti okkur og sögðu okkur frá starfi sínu á Íslandi. Þessi heimsókn var mikil upplifun fyrir okkur þar sem við áttum saman ljúfa stund með þeim í kapellunni og hlustuðum síðan á eina nunnuna syngja á spænsku, ítölsku, ensku og íslensku.
Áður en lagt var af stað heim á leið var borðað á Narfeyrastofu þar sem systur áttu gott spjall saman yfir góðum mat, félagsskap og frábærum degi.
Á myndinni má sjá systur á pallinum hjá Signýju
Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Birkikvistinn sem Signý gróðursetti í sínu landi og nunnurnar sem tóku á móti okkur í Stykkishólmi