Aðalfundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs
Aðalfundur Soroptimistaklúbbs Kópavogs var haldin mánudaginn 16. janúar 2023. Tvær systur gengu úr stjórn og voru þeim færðar rósir. Á myndinni hér fyrir neðan eru þær sem gengu úr stjórn Hulda Skúladóttir og Kristín Helga Ólafsdóttir ásamt formanni Þóru Guðnadóttur
Þrjár nýjar systur voru boðnar velkomnar í klúbbinn þær Jónína Árnadóttir Linda Björk Hlynsdóttir og Steinunn Tryggvadóttir. Stilltu þær sér upp í hefðbundna myndatöku með sínum meðmælendum.