Landsátak Soroptimsta #Roðagyllum heiminn#
Systur í Kópavogsklúbbi klæddu sig upp í appensínugulan lit á síðasta klúbbfundi til að sýna stuðning í 16 daga vitundarvakningu frá 25. nóvember til 10. desember gegn kynbundnu ofbeldi.
Systur í Kópavogsklúbbi klæddu sig upp í appensínugulan lit á síðasta klúbbfundi til að sýna stuðning í 16 daga vitundarvakningu frá 25. nóvember til 10. desember gegn kynbundnu ofbeldi.
Aðalfundur var haldinn að Kríunesi mánudaginn 14. október.
Nýjar systur komu inn í stjórnina. Næsti formaður verður Signý Þórðardóttir, Erla Alexandersdóttir varaformaður, Margrét Guðjónsdóttir ritari, Guðrún Pálsdóttir gjaldkeri og Rósa Magnúsdóttir meðstjórnandi
Soroptimistaklúbbur Kópavogs vann Best pratice awards á sendifulltrúafundinum í Zagreb fyrir verkefnið sitt : Að styrkja einstæðar mæður í Kópavogi í flokknum Women Emporverment.
Á myndinni er Margrét formaður með verkefnastjórunum
Sigurrósu og Björgu með viðurkenninguna góðu.
Soroptimistaklúbbur Kópavogs sótti um styrk í Góða Hirðinn/Sorpu vegna verkefnis klúbbsins Að efla ungar einstæðar mæður til sjálfshjálpar.
Sigurrós Þorgrímsdóttir verkefnastjóri hefur haldið utan um verkefnið af mikilli nákvæmni og eljusemi og á hún miklar þakkir skilið fyrir framlag sitt til þess.
Haldinn hafa verið nokkur námskeið í samstarfi við velferðasvið Kópavogs og hefur Lilja Bjarnadóttir verið leiðbeinandi.
Þann 20. desember tók Sigurrós, fyrir hönd Kópavogsklúbbs á móti 500.000 kr. styrk frá Góða Hirðinum / Sorpu vegna þessa verkefnis.
Á fundi Kópavogsklúbbs þann 12. nóvember 2018 voru þrjár nýjar systur teknar í klúbbinn. Klúbburinn býður þær hjartanlega velkomnar og hlakkar til samstarfs og leiks með þeim.
Á myndinni frá vinstri eru: Ingibjörg Fjölnisdóttir hjúkrunarfræðingur, Kristín Helga Ólafsdóttir kennari og Hulda Skúladóttir kennari.
Myndin hér að neðan var tekin við inntökuna og með nýju systurnum eru Margrét formaður, Hrafnhildur varaformaður, Anna Stella og Bára.