Skip to main content
  • Bakka- og Selja systur á jólafundi 2017

  • Sumarlegar göngusystur

  • Þjóðarblómið holtasóley

    Lundurinn í Heiðmörk í umsjá Bakka- og Seljaklúbbsins næstu tvö árin

    68360824 10221823676528052 4516965630020157440 o

    Bakka- og Seljaklúbbur tók að sér í vor að sjá um lundinn í Heiðmörk næstu tvö árin.  Það var vaskur hópur klúbbsystra ásamt mökum sem tóku til hendinni þann 8. ágúst síðastliðinn.  Lúpína og gras var slegið, hríslur grysjaðar ásamt því að nestisborðið var lagfært og málað.

    Jólafundur Bakka- og Seljaklúbbs og ný systir

    Jólafundur Bakka- og Seljaklúbbs var haldinn 5. desember. Venju samkvæmt var boðið var upp á jólaglögg og hangikjöt með tilheyrandi, systur sungu saman og skiptust á jólapökkum. Í eftirrétt var ris à l‘amande sem nokkrar systur höfðu

    Continue reading

    Vefnámskeið númer 2

    Þórunn Hálfdanardóttir vefstjóri hélt annað vefnámskeið í Reykjavík fyrir ritara og/eða nettengla klúbba. Þátttakendur að þessu sinni voru 9 systur og voru þær áhugasamar um að læra á nýjan vef, systur.is. Þar verður hver klúbbur með sinn vef og konur geta skoðað efni sem tilheyrir þeirra klúbbi og kynnt sér hvað aðrir klúbbar taka sér fyrir hendur.
    Þriðja námskeiðið verður haldið á Akureyri.

    Vefnamskeid 2

    Áhugasamar systur 

    Skemmtilegt vefumsjónarnámskeið

    Þórunn Hálfdánardóttir, frá systraklúbbi okkar á Egilsstöðum, hélt fróðlegt námskeið fyrir þær systur sem sjá um vef klúbbanna, laugardaginn 3. nóvember í sal Blaðamannafélags Íslands við Síðumúla. Vel var mætt á fundinn en þrjár systur frá Bakka- og Seljaklúbbi mættu, þær Valgerður Þórðardóttir, Inga Rún Ólafsdóttir og Anna Dís Ólafsdóttir.  

    Farið var yfir nýtt vefumsjónarkerfi á fundinum sem Þórunn hefur sett upp og systrum kennt að nota það.    

     

     

    More Articles …