Skip to main content

Bakka- og Selja systur á jólafundi 2017

Sumarlegar göngusystur

Þjóðarblómið holtasóley

    Alzheimerkaffi apríl 2024

    Reykjavíkurklúbbarnir skiptast á um að koma með veitingar fyrir opið hús hjá Alzheimersamtökunum. Þann 18. apríl var kaffið í umsjón Bakka og Selja klúbbsins. Mjög margar systur lögðu til veitingar og aðrar gátu bæði komið með veitingar og lagt hönd á plóg í kaffinu. Veitingar voru auðvitað nægar og afskaplega veglegar og gómsætar.

    Systur gerðar að heiðursfélögum

    10. apríl 2024 var sannkallaður hátíðarfundur.
    Tvær systur þær Erla Gísladóttir, f. 1934, og Kolbrún Valdimarsdóttir, f. 1938, voru gerðar að heiðursfélögum, en þær eru báðar stofnfélagar í klúbbnum.
    Sigrún Þorgeirsdóttir forseti Landssambands Soroptimista var gestur fundarins og flutti erindi um samtökin.
    Tvær dótturdætur Ingibjargar Jónasdóttur formanns, Klara Margrét og Maríanna Ívarsdætur, fluttu yndislega tónlist í kirkjunni og gerðu stundina afar hátiðlega.

    Ný systir boðin velkomin

    Annar fundur starfsársins var haldinn 14. febrúar 2024 og var gestur fundarins Per Ekström eiginmaður Kristbjargar gjaldkera okkar. Hann kynnti fyrir okkur þær ferðir sem hann er að skipuleggja, m.a. til Finnlands, Álandseyja, Noregs og Suður Afríku.

    Á fundinum tókum við inn nýja systur, Jóhönnu Ragnarsdóttur skrifstofustjóra, og bjóðum hana hjartanlega velkomna í hópinn.

    Aðalfundur janúar 2024

    Fyrsti fundur ársins sem jafnframt var aðalfundur fór fram 10. janúar 2024. Ný stjórn tók við 1. janúar og voru fráfarandi stjórnar- og nefndarkonum þökkuð góð störf.

    Stjórnina skipa: Ingibjörg Jónasdóttir formaður, Ingibjörg Hrund Þráinsdóttir varaformaður, Ágústa Gísladóttir ritari og Kristbjörg Ásta Ingvadóttir gjaldkeri. Verkefnastjóri er Inga Rún Ólafsdóttir og aðstoðarverkefnastjóri María Þórarinsdóttir.
    Fulltrúar eru Jóhanna Friðriksdóttir og Emilía B. Möller.

    Ný systir bættist í hópinn og bjóðum við Margréti Dóru Árnadóttur hársnyrti hjartanlega velkomna.

    Margrét_Dóra.png