• Bakka- og Selja systur á jólafundi 2017

 • Sumarlegar göngusystur

 • Þjóðarblómið holtasóley

  Soroptimistaklúbbur Bakka- og Selja styrkir nýbyggingu Kvennaathvarfsins

  Kvennaathvarf

  Þann 11. september afhenti Kristín Norðfjörð, verkefnastjóri hjá Bakka- og Seljaklúbbi, Kvennaathvarfinu styrk frá klúbbnum að upphæð tveggja milljóna króna sem ætlaður er nýbyggingu Kvennaathvarfsins.  Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra,  og Elín Jónsdóttir, stjórnarkona, veittu styrknum viðtöku fyrir hönd Kvennaathvarfsins.  Sigþrúður þakkaði styrkinn og veitti systrum dýrmæta innsýn í starf Kvennaathvarfsins með áhugaverðu erindi. 

  Látinna systra í Bakka- og Seljaklúbbi minnst

  astabjort Kristín Jónasdóttir 2

  Í sumar létust tvær yndislegar systur okkar í Bakka- og Seljaklúbbi, þær Kristín Jónasdóttir og Ásta Björt Thoroddsen.  Minning þeirra lifir í hug og hjörtum okkar systra.  

  Blessuð sé minning þeirra. 

  Lundurinn í Heiðmörk í umsjá Bakka- og Seljaklúbbsins næstu tvö árin

  68360824 10221823676528052 4516965630020157440 o

  Bakka- og Seljaklúbbur tók að sér í vor að sjá um lundinn í Heiðmörk næstu tvö árin.  Það var vaskur hópur klúbbsystra ásamt mökum sem tóku til hendinni þann 8. ágúst síðastliðinn.  Lúpína og gras var slegið, hríslur grysjaðar ásamt því að nestisborðið var lagfært og málað.

  Jólafundur Bakka- og Seljaklúbbs og ný systir

  Jólafundur Bakka- og Seljaklúbbs var haldinn 5. desember. Venju samkvæmt var boðið var upp á jólaglögg og hangikjöt með tilheyrandi, systur sungu saman og skiptust á jólapökkum. Í eftirrétt var ris à l‘amande sem nokkrar systur höfðu

  Continue reading