Systur á haustfundi 2023
Haustfundur Landssambands Soroptimista árið 2023 var haldinn á Laugabakka 30. september. Sjö systur frá klúbbnum sóttu hann og þótti þeim hann takast afar vel.
Haustfundur Landssambands Soroptimista árið 2023 var haldinn á Laugabakka 30. september. Sjö systur frá klúbbnum sóttu hann og þótti þeim hann takast afar vel.
Vetrarstarf klúbbsins hófst þann 13. september 2023 með heimsókn í húsakynni styrktarfélags Áss. Þar tók á móti okkur Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri og fræddi okkur um þá umfangsmiklu starfsemi sem þar fer fram og leiddi okkur um húsnæðið sem þau hafa til umráða og er afar vel nýtt. Var mjög fróðlegt að kynnast hve mikið starf og metnaðarfullt er unnið fyrir fatlað fólk þar á bæ. Umfjöllunarefni fellur undir flokkinn Heilsa og menntun.
Soroptimistasystur héldu sjálfsstyrkingarnámskeið fyir ungar stúlkur í ágúst 2023.
Hugmyndin að verkefninu kom frá Soroptimistaklúbbnum við Húnaflóa sem hefur haldið sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungar stúlkur í mörg ár með góðum árangri. Bakka og Selja klúbburinn ákvað að halda sambærilegt námskeið og reynslan af því yrði svo metin.
Námskeiðið var kynnt stúlkum í Seljaskóla og Ölduselsskóla sem voru að hefja skólagöngu í 7. bekk. Alls tóku 21 stúlka þátt í námskeiðinu sem haldið var í Seljakirkju klukkan 10-16 í ágústmánuði 2023. Kristín Tómasdóttir sálfræðingur hélt námskeiðið en hún hefur mikla reynslu af því að halda námskeið og vinna með ungu fólki. Námskeiðið þótti takast vel og var þátttakendum að kostnaðarlausu.
Verkefnið fellur undir menntun og valdeflingu kvenna
Vorferð klúbbsins var farin 31. maí 2023 og var mökum boðið með að venju. Dagskráin var í umsjón skemmti- og ferðanefndar.
Að þessu sinni var tekin stefna á Hruna í Hrunamannahreppi þar sem klúbbsystir okkar Sigríður Helga Olgeirsdóttur og maður hennar séra Eiríkur Jóhannsson voru búsett í tæp 19 ár. Eiríkur var leiðsögumaður í ferðinni.
Komið var við í gömlu lauginni að Flúðum þar sem systur höfðu örfund í rútunni, en fengu sér síðan hressingu, dáðust að listaverki Sigríðar Helgu á staðnum og skoðuðu laugina. Haldið var áfram að Hruna, kirkjan, safnaðarheimilið og umhverfi skoðað og sr. Eiríkur greindi frá sögu staðarins. Í lok ferðar var borinn fram kvöldverður á Hótel Fúðum þar sem hótelstýran Margrét Runólfsdóttir tók á móti okkur. Ferðanefnd er þakkað og þá sérsaklega presthjónunum sem gáfu okkur innsýn inn í sveitina sína.